Kirkjublaðið - 01.05.1892, Side 4

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Side 4
84 þeír áttu að gjöra, og sem þú óskaðir ög hafðir ástæðu til.að vonast eptir; en þegar þú i kirkjunni tilbaðst hinn líknsama Guð, þegar þú heyrðir lærdóminn um kærleika Guðs í Jesú Kristi bæði við þig og aðra, þegar þjer var sett fyrir sjónir dæmi frelsara þíns, eða þegar þú í auð- mýkt kraupst fram að altari Drottins og meðtókst þar boðskapinn um fyrirgefningu syndanna; var það þá ekki svo, að hjarta þitt blíðkaðist, að óvildin og biturleikinn hvarf úr sálu þinni, svo að þú gazt fyrirgefið og sagt: Faðir, fyrirgef þeim! Skeð getur að þú hafir stundum komið í kirkjuna mæddur og þreyttur af andstreymi og ýmislegu mótlæti lífsins, eða með hjartað fullt af þreyt- andi áhyggjum; en þegar þú í kirkjunni lyptir sálu þinni til Drottins, þegar þú snerir hjarta þinu að hinu himn- eska og eilifa og meðtókst hina ríku huggun Guðs orða, þegar þú ljezt óskir þínar koma fram fyrir Guð í bæn og áköllun, þegar þú lyptir þjer upp yfir hinar tímanlegu og jarðnesku áhyggjur og gladdir þig í Drottni, þegar þú fannst, að Guð var þjer nálægur og sá friður Guðs í Jesú Kristi, sem yfirgengur allan skilning, svalaði hjarta þínu, þegar þú kannaðist við Guðs náð og miskunn og ljós hinnar himnesku vonar tendraðist í hjarta þínu; var það þá ekki svo, að óánægjan yfir mæðu jarðlífsins, yfir skorti þínum og andstreymi hyrfi úr brjósti þjer; var það þá ekki sem þung byrði væri tekin af brjósti þínu, sem þú andaðir frjálslegar og ljettar og gengir glaðari í burt aptur! Hafðir þú þá ekki fundið læknisdóm við sárum þín- um, hafðir þú ekki öðlast nýja krapta til að stilla skap þitt, til að bera sorgir þínar og þrautir, til að taka á þig krossinn og bera hann eptir Jesú og til að bíða vonglað- ur eptir fyrirheitum Guðs eilífu náðar og miskunnar! Já sannlega hefir það verið þannig; því fyrir alla sanntrú- aða og sannkristna menn er kirkjan blessunarríkur stað- ur; hún er nokkurskonar forgarður guðsríkis á himnum, þar sem Guð fremur en annarstaðar tekur börn sín sjer i faðm og veitir þeim forsmekk þess friðar og þeirrar gleði, sem þau eiga í vændum í hinni himnesku Jerú- salem. Á þessum stað vil jeg frið gefa, segir Drottinn alls-

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.