Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 3
147 Mín ástkær systir, orð mín reyndi’ eg lijer að efna; — þjer um spárnar sízt rjeð skakka. — Jeg sendi mína kveðju’ og þakkir þjer um þrungin ský frá eigin grafar bakka. STEFÁN THORARENSEN. Kvæði þetta orti sjera Steían heitinn íám vikum áður en hann lagðist banaleguna, og er það hið síðasta frá hans hendi. ----------------— Sunnudagaskólar, uppruni þeirra og útbreiðsla. Eptir kandídat Jón Helgason í Kaupmannahöfn. 1 kirkjugarði einum í Gloucester er legsteinn, sem þessi orð eru Jiöggin á: »Það eyra, sem heyrði hann, taldi hann sælan og það auga, sem sá hann, gaf honum vitnisburð. Því hann hjálpaði hinum snauða, er kveinaði, og föðurleysingjanum, sem engan aðstoðarmann hafði. Blessun föðurleysingjans kom yfir hann, og hann fyllti bjarta ekkjunnar með fögnuði« (Job. 29, 11.—13.). En sá, sem undir legsteini þessum hvílir og þessi fögru orð eru heimfærð upp á, er prentari einn og blaðútgefandi frá Gloucester, líobert Raikes, sem andaðist 1811, 76 ára gam- all, eptir heiðarlega afiokið æfistarf. En minnismerki það, sem hann reisti sjer í lífi sínu, mun verða miklu eldra en legsteinn sá, er vinirnir reistu honum dauðum, því það minnismerki eru hinir svo nefndu sunnudagaskólar, sem hann varð fyrstur til að stofna. Raikes var alvöragefinn trúmaður, sem hafði opin eyru fyrir neyðarstunum aum- ingjarma, sem heimurinn hefir gleymt, að til eru, eða lokað inni í einhverjum klefa, til þess ekki að geta heyrt kveinstafi þeirra. Raikes barðist fvrir því, að bætt yrðu kjör óbótamannanna, fanganna í fangelsunum; hann leit- aðist og við að bæta kjör hinna vitskertu í vitfirringa- stofnunum, sem voru í alla staði hin bágustu; en það voru þó einkum og sjer í lagi börnin, sem áttu einlægan og ástríkan vin í Raikes. Og af því það var kærleiki Krists, sem þvingaði hann, bar þjónsverk hans hina blessunarríkustu ávexti. í Gloucester, eins og mörgurn öðrum verksmiðjuborgum, var fjöldi barna, verkmanna- barna, sem alla daga vikunnar Ijet fyrirberast á stræt- um úti, tilsjónarlaust að mestu leyti, því foreldrarnir urðu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.