Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 4
 að vínna á verksmiðjunum alla daga, til þess að haía oí'an af fyrir sjer. Þessi börn sömdu sjer allskonar ósið- semi, áfiog og illt orðbragð á götunum. Auk þeirra voru líka önnur börn, sem rúmhelgu dagana unnu í verksmiðj- nnum, en áttu frí á sunnudögum og helgum dögum, og þegar öllum sló saman á götunum á helgum dögum, má geta því nærri, hvernig ágangurinn hafi verið í fátæku hlutum borgarinnar. Raikes og fleiri góðir menn sáu að eitthvað varð hjer til bragðs að taka, því hvaða framtíð áttu þessi hálfviltu götubörn, sem enginn hirti um, fyrir höndum, er þau eltust! Hann ráðfærði sig um þetta við vini sína, hann skrifaði um það í blaði því, er hann sjálf- ur gaf út. En menn gátu eigi orðið á eitt sáttir um, hver ráð væru heppilegust. llaikes fyrir sitt leyti var óbifan- lega sannfærður um, að bezta ráðið, tii þess að bæta úr þessum vandræðum, væri það, að uppfræða börnin og koma þeim undir kristileg áhrif. Og Raikes leit rjettum augum á málefnið. Arið 1780 byrjaði Raikes að safna þessum hálfheiðna barnaskríi saman á sunnudögunum, tala við þau um ýms kristiieg efni og einkaniega að segja þeim ýms atriði úr æfísögu frelsarans, til þess með því að vekja ást til frels- arans í hjörtum þeirra. Það urðu brátt ýmsir til þess að styðja Raikes, einkum prestur einn að nafni Tómas Stock, sem ekki að eins tók á síg helming alls kostnaðarins við skólana, heldur og hina andlegu yfirumsjón. Þeir tóku sjer ýmsa aðstoðarmenn, einkum kvennfóik, (og hafa allajafnan síðan kvennmenn verið bezta stoð skólanna), sem þeir settu yfir smádeildir hjer og hvar í götunum, þar sem þeir höfðu fengið sjer húsnæði. Þráfaldlega voru börnin svo illa að sjer, að þau ekki einu sinni kunnu Faðir vor, og þorri þeirra var ólæs. En ávextir þessa lofsverða fyrirtækis komu fl.jótt í ljós, því að þrem árum liðnum var Gfloucester orðinn allur annar bær en áður, svo miklum stakkaskiptum hafði götulífið tekið þar, eink- anlega á helgum dögum. Starfsemi þessi breiddist óðum út, og barnahópurinn stækkaði, sem kom saman á sunnu- dögunum. Hverri kennslukonu voru ætluð 20 börn, og þeim var aptur skipt í 4 minni deildir, eptir andlegum

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.