Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 12
eptir dauða frelsarans. Enginn rjetthugsandi maður hefir hingað til dirfzt að bera postulanum Páli vísvitandi ósann- indi á brýn. Brjef hans bera það og öll með sjer, að hann hafl hreinskilnislega og afdráttarlaust reynt að bera sannleikanum vitni, hver svo sem í hlut átti. Hann seg- ir það hvað eptir annað um sjálfan sig, að hann »mæli fram með sjer fýrir hvers manns samvizku með sannleik- ans auglýsingu fyrir Guðs augliti« (2. Kor. 4, 2. sbr. 2. Kor. 2, 17), og þessa yfirlýsing höfum vjer einmitt í einu af þeim fáu ritum hans, sem óskemmd og óhrakin hafa komizt út úr prófunareldi Tiibingaskólans. Öll þessi rit bera það með sjer, að kraptaverk hafi verið framkvæmd í hinum elztu kristnu söfnuðum. I fyrra Korintubrjefi 12. kapitula 10., 28. og 29. versi talar postul- xnn um »framkvæmdir kraptaverka«, og »þá, sem hafi gáfu til að gjöra kraptaverk«. Hjer er ekki meint læknisgáf- an, því hún er talin sjer, heldur það, sem vjer í þrengstu merkingu orðsins nefnum kraptaverk. Sömuleiðis talar hann um »framkvæmdir kraptaverka« í Galatabrjefinu (3. kap. 5. vers). Hann talaráþessum stöðum um krapta- verkin sem viðburði, er þá voru alþekktir meðal hinna kristnu safnaða og engum datt í hug að vefengja. Á fyrsta mannsaldri eptir dauða Krists hafa því slík kraptaverk verið framkvæmd meðal kristinna manna, bæði á Grikk- landi, i Rómaborg og í Litlu-Asiu, og Páll álítur þessa viðburði blessunarríka ávexti hins ríka trúarlífs í þessum söfnuðum. Og Páll segir ekki að eins, að kraptaverkin hafl verið framkvæmd, heldur og að liann sjdlfúr hafl gjört kraptaverk í hinum korintiska söfnuði. í síðara Korintubrjeflnu 12. kap. 12. versi kemst hann svo að orði: »Postulateikn eru gjörð meðal yðar í allri þolin- mæði með táknum og stórmerkjum og kraptaverkum«. Þessi ritningarstaður er þ’ví þýðingarmeiri, sem hann er tekinn úr brjefl til þess safnaðar, er ekki vildi kannast við hið postullega gildi Páls, en Páll leitast við að sanna Korintingum með þessu brjefi sinu, að hann hafi fullan rjett til að skoða sjálfan sig sem postula Drottins, með því hann hafl framkvæmt þau verk á meðal þeirra, sem einmitt einkenna sannan postula Drottins. Það hefði óneit-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.