Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 11
155 viðburðinca, hvort hægt sje að leiða söguleg rök að þvi, sem er þrætueplið meðal mannanna. Þess vegna spyrj- um vjer og: er hœgt að sanna kraptaverhin sem sögulega viðburði, hafa þau i sannleika átt sjer stað ? Hjer verður vandlega að gæta þess, að vjer ekki blöndum saman virkilegum kraptaverkum og merkilegum atburðum, er í fljótu bragði virðast standa í sambandi við eitthvað óskiljanlegt, við yflrnáttúrlega krapta, en sem nákvæmari skoðun hefir sýnt, að stóðu i fullkomnu sam- ræmi við hið vanalega orsakasamband í tilverunni. Krapta- verk teljum vjer að eins þá viðburði, sem ekki verða skoð- aðir sem, beinar afleiðingar þekktra náttúruorsaka, heldur að eins sera verknaður guðlegs almœttis, afleiðing nýrra guðlegra orsaka. — Enn fremur verðum vjer að gæta þess, er vjer spyrjum um dóm sögunnar, að vjer ekki leitum að hinum sögulegu sönnunum í öðrum heimildar- ritum en þeim, sem hiotið hafa almenna viðurkenningu sem trúverð rit, frá þeim tíma, sem sagt er að þau sjeu og eptir þá höfunda, sem þau hafa verið kennd við. Vjer verðum að halda oss til þeirra rita einna, sem skráð eru svo nálægt tíma þeim, er viðburðirnir eiga að hafa gjörzt á, að tönn tímans heflr eigi náð að hagga sannleikanum, áður en viðburðirnir voru skrásettir. Það rit sem hjer liggur hendi næst er nýja testament- ið. En af því að öll rit þess hafa eigi náð almennri við- urkenningu, tökum vjer hjer að eins tillit til þeirra rita, sem jafnvel hin allra svæsnasta »kritik« hefir látið óhreifð og kannazt við að sjeu áreiðanleg í alla staði, eptir þann höfund og frá þeim tíma, sem þau hafa verið eignuð. Þessi rit eru hin 4 stóru brjef Páls postula, Rómverja- brjeflð, fyrra og síðara Korintubrjef og Galatabrjefið. Mótstöðumenn kristindómsins hafa leitað allra bragða til þess að sanna, að rit nýja testamentisins sjeu ekki eptir þá höfunda, sem þau eru kennd við, og sjeu skráð miklu seinna en þessir raenn lifðu, einkum heflr sá flokk- ur guðfræðinga, sem kenndur er við TUbingen, farið lengst í þessum efnum, en þó orðið að játa, að hin 4 áðurnefndu brjef væru eptir Pál postula og skráð tæþum mannsaldri

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.