Kirkjublaðið - 02.09.1893, Side 14

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Side 14
174 Mildur Drottinn minn er það, sem meyjan hrein ól. (Hrs. Bmfj. 136,8.). 18. Hörmung bœttu hvenær sem lííið linnir; Hrottinn gættu að daubastundu minni. (Hrs. Bmfj. 136, 8.). 19. Ymist gengur með eða mót, margan trúi eg það hendi. Heilagur andi huggun, bið eg, mjer sendi. (Hrs. Bmfj. 136,8.). 20. Herrann Jesús hjálpi mér í heiminum vel að stríða. Sendi’ oss Drottinn sigurinn fríða. (Yiðkvæði við kvæðið »Ángurvaka« eptir sjera Jón Steingrimsson á Prestbakka, um Skaptáreldinn 1783—84, Hrs. Bmfj. 136,8.) (Meira). Kirkjuþing íslendinga í Vesturheimi 1893. (Fundarskýrsla eptir sjera Hafstein Pjetui'sson). Hið 9. ársþing Isfendinga í Vesturheimi var haldið í Winnipeg Man., Can., frá 23.—27. júní. Sr. N. Stgr. Þorláksson flutti þing- setningarræðuna og hafði fyrir texta Lúk. 11, 14—28. Varaforseti kírkjutjelagsins, sr. Fr. J. Bergmann setti kirkjuþingið og stýrði fundum þess í fjarveru sr. Jóns Bjarnasonar. Embættismenn kirkjufjelagsins voru kosnir: Forseti sr. Jón Bjarnason, varafor- seti sr. Fr. J. Bergmann, skrif'ari sr. Haf'steinn Pjetursson, og fje- hirðir hr. Árni Friðriksson. I útgáfunef'nd »Sameiningarinnar« voru kosnir: sr. Jón, sr. Friðrik, sr. Steingrímur, sr. Haf'steinn, hr. Páll, S. Bardal, hr. Magnús Pálsson og hr. Jón Blöndal. Til þess að annast skólamái kirkjufjelagsins voru þessir kosnir i nef'nd : Sr. Jón, sr. Friðrik, sr. Haf'steinn, hr. Friðjón Friðriksson og hr. Magnús Pálsson. Allar þessar kosningar gilda til næsta kirkjuþings. Á kirkjuþinginu voru fluttir tveir t'yrirlestrar; annan þeirra fiutti sr. Friðrik um nokkra af þeim stöðum í gamla testamentinu, sem mótstöðumenn kirkjunnar einkum ráðast á. Hinn f'yrirlestur- inn hjelt sr. Steingrímur um Krist og gamla testamentið. Al- mennar umræður um kristilegt umburðarlyndi voru og haidnar á kirkjuþinginu. Þær umræður voru mjög fjölsóttar, enda máttu allir taka þátt í þeim, þótt þeir stæðu fyrir utan kirkjufj'elagið. Hi. W. H. Paulson stýrði þessum umræðum, og sr. Hafsteinn hjelt inngangsræðuna. 22 söfnuðir tilheyra kirkjuf'jelaginu, og flestir þeirra sendu erindreka ú kirkjuþingið. Það var fjölmennt og fór í alla staði vel fram.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.