Kirkjublaðið - 01.10.1893, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Qupperneq 2
Hugvekja til kristinna foreldra Eptir sjera S. St. Kristnu foreldrar, þjer teljið það eflaust eina liina fyrstu og helgustu skyldu við börn yðar, að færa Jesú þau í heilagri skírn. En hafið þjer hugleitt það vel, hve mik- ilsvarðandi þær skyldur eru, sem skírnin leggur yður á herðar gagnvart börnum yðar. Vissulega er það sælu- fullt augnablik fyrir hvert sannkristið töður- og móður hjarta, er lífsafkvæmi þeirra eru helguð þrieinum Guði í heilagri skírn. I eyrum hverra sanntrúaðra foreldra hljómar þá yfir vöggu barnsins þeirra hin blíða rödd föðursins á himnum: »Þetta er sonur minn elskulegur, sem jeg hefi velþóknun á«. Hann, sem forðum tók ung- börnin í faðm sjer og sagði: »Leyfið börnunum til mín að koma, og bannið þeim það ekki, því slíkum heyrir Guðs ríki til«, tekur börn yðar í skírninni á sína bless- aða náðararma, veitir þeim þann rjett í ríki náðarinnar, hjer á jörðinni og arftökurjett í ríki dýrðarinnar á himn- um. Jesús Kristur tekur börn yðar að sjer í heilagri skírn; hið unga barnshjarta vill hann gjöra að musteri síns heilaga anda, og í skírninni leggur hann hinn fyrsta hyrningarstein í þetta musteri. En vandi fylgir vegsemd hverri, og þessi vandi liggur á yður, kristnu foreldrar. Þjer eigið að byggja ofan á þenna grundvöll, sem Jesús Kristur lagði með sínum heilaga anda í hjörtum barna yðar með heilagri skírn, þjer hafið að miklu leyti ábyrgð á þvf, hvort Guðs góði andi, eða andi heimsins og spill- ingarinnnr tekur sjer bústað í hjörtum barna yðar. Þau voru sklrð til trúar á þríeinan Guð, þessa trú eigið þ]er að efla og glæða á allan hátt, og kappkosta að gjöra börn yðar að sönnum Guðsbörnum, kostgæfnum til allra góðra verka. Kristnu foreldrar, jeg veit, að sú elska er heit og viðkvæm, er þjer berið til barna yðar, en enginn fað- ir eða móðir getur elskað barn sitt eins heitt og faðirinn á himnum elskar öll sín börn, þegar þjer því vefjið hin ástkæru lífsafkvæmi yðar í föður- og móðurörmunum, þá minnist ekki að eins elsku yðar til þeirra, heldur ogelsku himnaföðursins og hversu honum þykir það miklu skipta, að þjer farið vel með þessar dýrmætu gjafir. — Hann gaf

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.