Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 4

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 4
180 um og lampa fóta sinna, eða þeim verði ljúft að hafa umgengni sína við himnaföðurinn, ef þau sjaldan sem al- drei hafa heyrt yður hafa Guðs orð um hönd, og þjer haflð vanrækt að beina hug þeirra til himínsins, með því að kenna þeim á unga aldri að biðja föðurinn á himnum ? Þótt þjer komið einhverju nafni á kristindóms- fræðslu þeirra, þá er ekkert liklegra, en að sú uppfræð- ing verði eintómt minnisverk, sem hin ungu hjörtun alls elcki tileinka sjer, ef andi kristindómsins hefir fyrir orð yðar og eptirdæmi aldrei snortið þau, eða þau hafa í breytni yðar ekki sjeð þá ávexti, er kristindómurinn heimtar af játendum sínum. Þótt þau að þekkingunni til sjeu hæf til að staðfesta skírnarsáttmála sinn, þá er mjög hætt við, að hin guðdómlegu orð kristindómsins sjeu ekki orðin þeirra hjartans eign, hafi þau ekki sjeð yður hafa þessi sáluhjálplegu sannindi fyrir Ijós yðar og leiðarstjörnu á lífsleiðinni. En meðan börnin yðar hafa ekki í barns- legri trú opnað hjörtu sín fyrir Jesú Kristi, og tileinkað sjer alla hans velgjörninga, þá eru þau ekki hæf til að staðfesta skírnarsáttmála sinn. A liverjum hvílir ábyrgð- in fyrir sliku? 0, á engum nema yður, hirðulausu for- eldrar, sem vanræktuð yðar helgustu skyldu, sera að vísu færðu Jesú börn yðar í heilagri skírn, en tóku þau aptur frá honum með því, að vanrækja uppeldi þeirra. — Kristnu foreldrar, gætið þess vel, að hin ungu hjört- un, sem yður er trúað fyrir, er gljúpur jarðvegur, sem auðveldlega tekur á móti hvers konar áhrifum, og það því fremur, sem áhrifin koma frá foreldrunum, sem líf þeirra og tilfinning er svo nátengt. Byrjið því i tíma að sá hinu góða sæði í björtu barna yðar, vakið yfir þeim, að óvinurinn sái þar ekki illgresinu; biðjið Guð að styrkja yður í hinu góða verki, og kappkostið að vera jou börnum yðþr fyrirmynd i öllu góðu og fögru. Viðleitni yðar mun optast hafa góðan árangur, og börn yðar verða sjálfum yður til ánægju og Guði til dýrðar, og þótt þau kunni að villast af hinum rjetta vegi, er þjer hafið sleppt af þeim hendinni, þá getið þjer huggað yður við þá með- vitund, að þjer gjörðuð, það sem í yðar valdi stóð, til að leiða þau til Guðs rikis.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.