Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 6

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 6
Vist er það og satt, að áhrif ræðunnar eru mjög komin undir framburðinum, og hann á ekki saman nema nafnið, hvort sem ræðan er flutt af blöðum eða upp úr sjer. fs- lenzku prestarnir æfa sig nú í þeirri list, hver éptir sín- um hæfileik, að tala lifandi orð upp af blöðum, og er minna vandhæfl á því, en í fljótu áliti sýnist. Þegar presturinn hefir nýlega frumsamið ræðu sína, þá er hún honum svo kunnug, að hann þarf ekki annað en líta snöggvast á hverja setningu til þess að rifja hana upp fyrir sjer; meðan hann svo ber hana fram, getur hann horft út um kirkjuna, breytt látbragði og hvað sem vill; því þá talar hann frá hjartanu, þó hann haldi á blöðun- um. Og jeg veit nokkur dæmi til þess, að prestar hafa aukið ræðuna upp úr sjer, um leið og þeir fluttu hana, án þess nokkur, sem á hlýddi, hefði grun um það eða gæti heyrt mismun á framburðinum. Þetta getur verið tíðara en margir ætla. Þar sem sjera H. P. hrósar sjera Valdimar Briem sem sálmaskáldi, en vill gera minna úr ræðum hans, af því hann flytur þær af blöðum, þá get jeg, sem sóknarbarn hans, sagt það með sanni, að bæði mjer og öðrum tilheyrendum hans, þykir engu minna í það varið, að heyra hann flytja ræður sínar, en að lesa eða heyra sálma hans; um það munum mjer allir samdóma. Þó sjera H. P. kæmi sjálfur að prjedika fyrir oss — nátt- úrlega blaðalaust —, þá mundi framburður hans engan veginn ryðja sjer betur braut til hjartna vorra. 0g þó sr. V. B. færi að prjedika blaðalaust, þá gæti það ekki farið betur en nú fer. Og ekki gætu kirkjur hans orðið betur sóttar fyrir það, en þær eru. Þær eru jafnan svo fullar, sem eptir ásigkomulagi er unnt að ætlast til. Sama má segja um fleiri presta. Og sá mismunur, sem á prestum er, yrði auðvitað hinn sami, þó þeir færu að prjedika blaðalaust. Það kemur hálfundarlega við, að vitna 1 ræðuhöld spámannanna, Krists og postulanna, því vjer höfum nú ekki ræður þeirra nema á bólcum, sem verður að lesa. upp, og dettur víst hvorki sr. H. P. nje öðrum í hug, að það riri gildi þeirra eða að orð þeirra sjeu ekki eins lifandi fyrir því, fyrir hvern þann, sem hefir þau rjettilega um hönd. Það er eins með þetta mál

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.