Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 8

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 8
184 Elísabet var ekki bráðgjör í bernsku að líkamsvexti, heldur veigalitil og feimin. Hún var nokkuð ein sjer og alvörugefln í hinum glaða hóp á heimilinu og átti allt athvarf hjá móður sinni. Eptir dauða móður sinnar gaf hún sig meira að systrum sínum og vandist smám saman á að taka þátt í skemmtunum þeirra. Hún var fríð stúlka sýnum, há og grannvaxin, með ljóst lokkasafn, fagureygð og einkar góðleg á svipinn. Þessi æskuár fram að tvi- tugu tók hún rnikinn þátt í allri saklausri heimsgleði, og raiklu minna var þá um kirkjugöngur hjá henni en út- reiðir og dansleika. Þetta fjöruga æskulíf hennar hafði eflaust mjög mikla og góða þýðingu fyrir lif hennar seinna. Heilsan styrkt- ist eg hún þekkti af eiginni raun hina syndlausu gleði, sem líflð hefir að bjóða, og lærði að vera mild í dómum sínum einnig þá, er hún hafði fyrir sjálfa sig hafnað allri slíkri gleði. í veraldarglauminum gjörði trúaralvara’ bernsku- áranna, samfara minning móðurinnar, vart við sig með köflum, sem sjá má af dagbók hennar. Hún leitaði Guðs en fann hann ekki. Hún leitaði hans í náttúrunni, en blómin fölna, sumarið er stutt, allt er fallvalt. Að vísu sjest »hans eilífl máttur og guðdómur« í hinu skapaða, en sjálf »skepnar stynur«, og henni verður ekkert að orði, þegar sálin leitar ljóss og krapts á eilífðarbraut sinni. Dyggðakenningar hinnar útlíðandi vantrúaraldar fullnægðu henni ekki. Hún leitaði loks að dæmi móður sinnar í sjálfri heilagri ritningu, en hún kunni ekki enn þá að lesa þá bók. Henni farast svo orð í dagbókinni frá þeim árum: »Þó að jeg geti kannastvið trúverðleika bifliunnar, þá get jeg víst aldrei fundið til þess í hjart- anu«. En fyrirheiti frelsarans: »leitið og munuð þjer finna«, kom þó fram við hana. Nafnfrægur ræðumaður af kvekaraflokki, Sarery að nafni, kom snemma á árinu 1798 yfir til Englands frá Ameríku og flutti Guðs orð víða um landið. Þegar hann kom til Norwich (austar- lega á Suður-Englandi) fór Elisabet eins og aðrir af heimilinu til að hlusta á hann, hún var þá 18 ára. Mest

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.