Kirkjublaðið - 01.10.1893, Qupperneq 9

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Qupperneq 9
185 var það forvitni sem dró hana, en meira varð úr. Þegar kom fram í ræðuna var það ýmist að hún hló eða grjet. Um kveldið reit hún í dagbók sina: »í dag hefi jeg fundið að Guð er til«. Stríðið milli holdsins og andans var nú byrjað og stóð yfir í heilt ár. Faðir hennar sendi hana til Lundúna og ljet hana haf'a nóg fje og tækifæri til að skemmta sjer til að eyða þessum »grillum«, en nú var hún vöknuð til að hugsa af alvöru um sálarvelferð sína og í þessu stríði átti hún nóttog dag. Hana dreymdi hvað eptir annað, að gínandi sjávaralda steyptist yfir sig, og þýddi drauminn um soll heimsins, sera svalg hana. Og andinn sigraði, hún fann og reyndi náðina, og fjekk máttinn til að segja skilið við hjegómleik heimsins, og hið jarðneska hælið, sem hún leitaði til, var eðlilega trúarfjelag kvekaranna, »vinafjelagið«. Þegar hún kom heim aptur hafði hún að öllu leyti samið sig að háttum kvekara, og fylgdi þeim alla daga mjög stranglega. Hún dæmdi eigi aðra, nje krafðist sömu háttsemi af þeim, en fyrir sig taldi hún nauðsynlegt hið reglubundna líf kvek- ara. En það var fjarri skapi hennar að setjast í helgan stein. Laus frá solli heimsins vildi hún lifa fyrir hinn spillta og volaða heim. Hún hafði frá barnæsku verið gjöful og góðsöm við alla bágstadda, en nú kenndi hún þess sem helgrar skyldu að þjóna Guði með því að líkna öðrum. Þegar hún var tvítug giptist hún Jósep Fry, ríkum kaupmanni í Lúndúnum, lifðu þau 45 ár í farsælu hjóna- bandi og áttu 11 börn. Húsmóðurstörfin voru mikil en henni vannst þó ótrúlegur tími til starfa utanheimilis. Það var sagt um hana, að einmitt af því að hún var svo góð móðir á heimlli sínu gat hún gengið hálfum heimin- um í móður stað. Vitanlega hafði hún töluvert fje und- ir höndum, en orð hennar og holl ráð máttu sin ekki minna til að bæta úr neyðinni. Mannúðarfyrirtæki seinni tíma beinast vanalega að einhverju einu ákveðnu böli, en hún hafði allt jafnt í takinu, sjúkdómana, örbirgðina, fáfræðina og syndaspillinguna; hún mátti ekkert aumt sjá, hvort það var fremur á sál eða líkama, svo að hún

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.