Kirkjublaðið - 01.10.1893, Page 10

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Page 10
166 reyndi ekki að bæta í orði og verki. Og það var ein- hver töfrakraptur í þessu kærleiksríka hjarta. Henni á- vannst þar að bæta og laga, sem allir voru frágengnir. Allir þorðu að eiga hana að trúnaðarmanni, þeir fundu að þar var hinn »þagmælski kærleikur, sem trúir öllu, vonar allt, umber allt«. Spilltustu glæpamenn viknuðu við orð hennar og ljetu af guðlasti sínu, því að »slíkur engill hlyti að vera sendur af góðum Guði«. Og orðið sem hún flutti til hinna sjúku sálna var Guðs orð. Hún bað fyrir þeim og hún bað með þeim. Eptir hana eru þau heimsfrægu orð, að »kærleiki til sálarinnar er sálin i kærleikanum« (charity to the soul is the soul of the charity). Hún spurði ekki um trúarjátningar hinna bág- stöddu. Hún forðaðist allar átölur fyrir liðinn tíma, neyð- in er söm, þótt hún sje verðskulduð. Náðin í Kristi var hið fyrsta og síðasta i öllum boðskap hennar. Það var hin eina trúarsetning, sem hún vildi rótfesta í hverju mannshjarta. Fram að þritugsaldri flutti hún trúarboð- skap sinn einslega og við daglega húslestra heima hjá sjer, en upp frá því prjedikaði liún stundum fyrir stórum samkomum, og hreif hjörtu áheyrendanna. Sem kunn- ugt er hafa kvekarar enga presta, en hver þeirra talar á guðsþjónustufundum, sem »andinn kemur yfir,« hvort heldur er karl eða kona. Elísabet Fry varð brátt góðkunn í hinum fátæku hverfum Lúndúnaborgar og á sjúkrahúsunum og þá ekki siður í sveitinni i kringum búgarð þeirra hjóna, en heims- fræg varð hún fyrst, er hún ljet móðurumhyggju sína koma niður á afbrotamönnunum í fangelsum hinnar stóru borgar. Mannsaldri á undan hafði ágætur maður, Jón Howard að nafni, lagt lífskrapta sína og loks lifið sjálft í sölurnar til að bæta hina ómannúðlegu og ósiðlegu fangavist í prísundunum. I flestöllum siðuðum löndum er sú vistarvera nú orðin svo góð, að hún enda tekur fram kjörum marga frjálsa manna, hvað alla aðbúð snertir, en í byrjun aldarinnar var ástandið hræðilegt. Newgate- prísundin í Lundúnum var ein hin alræmdasta. Elísabet steig þar fyrst inn fæti i febrúar 1813 og henni leið al- drei úr minni sú sjón. I 4 herberjum fremur litlum (alls

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.