Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 11

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 11
187 190 ferhyrningsálnir) var hrúgað saraan 300 kvennper- sónum, dæmdura og ódæmdum, ungum og gömlum, án nokkurs tillits til afbrota eða sakargipta. I þessum her- bergjum urðu þær að elda matinn, þvo af sjer og sofa. Margar gengu að kalla allsnaktar og á nóttunni höfðu þær ekki annað undir sjer en bert moldargólfið. Ohrein- lætið var hræðilegt, en siðaspillingin var þó enn hræði- legri. Otakmörkuð brennivínssala var í sjálfu varðhaid- inu. Ekki heyrðist annað en blótsyrði og saurugt tal. Það var sannnefndur kvalastaður fordæmrda þessi vist- arvera, og þaðan slapp víst engin út óspillt á sál og líkama. Þessum vesalings konum varð starsýnt á hina tigu- legu kynsystur sína og tóku henni með ópi og óhljóðum, en augu hennar höfðu töfravald dýratemjanda og röddin var svo blíð en þó einbeitt, að öllu sló í logn er hún tók til máls og talaði til þeirra nokkur huggunarorð. Illa hafði verið spáð fyrir þessari för hennar, en allt skipaðist á betri veg, konurnar báðu hana að koma aptur. Nokk- uð fjekk hún þá þegar unnið þeim til híbýlabóta, en enn leið tími áður en hún verulega gat gefið sig að þessum starfa, og varði hún þeim tíma til undirbúnings og sam- ráða við ýmsa mannvini, sem henni voru samhuga og þekktu af eigin sjón umbæturnar á prísundunum í Banda' fylkjunum, en það ríki varð fyrst til mannúðarfram- kvæmda i þeirri grein. Meginregla hennar var sú, að aginn og betrun ein. staklinganna væri mark og mið varðhaldsvistarinnar. Oss finnst þetta ekki sjerlega nýstárlegt, en þá var hugs- unarhátturinn sá, að varðhöldin væru að eins fangabúr fyrir óarga dýr, sem þyrfti að gæta sem tryggilegast með sem minnstum kostnaði. I kærleiksanda og með kærleikskrapti kristindómsins brýndi hún jafnt fyrir land- stjórn og almenningi, að mannssálin er dýru verði keypt, Guð elskar hana, hún hefir eilift, óendanlegt gildi. Fyr- ir að frelsa eina einustu mannssál verður aldrei ofmik- ið lagt í sölurnar. í árslokin 1816 var allt undirbúið. Hún hafði feng- ið 11 göfugar og góðar konur sjer til aðstoðar, og þessir

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.