Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 13

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 13
189 unar. Þetta, og margt fleira til bóta, náði að kalla allt framgangi, og slík kristileg kvennfjelög til líknar band- ingjum komust á um allt landið, og hafa þaðan breiðst út um víðan heim í ýmsum myndum. í 20 ár vann hún að þessu líknarstafi, og ferðaðist fram og aptur um landið og var henni alstaðar tekið tveim höndum og víðast hlýtt. Orðstír hennar hafði nú borizt út um allan hinn siðaða heim og hvaðanæfa var ráða hennar leitað til allskonar mannúðarframkvæmda. Kongurínn á Sandvíkureyjum skrifaði henni og bar sig upp undan því við hana, hvað þegnar sínir væru orðnir drykkfeldir, og bað hana að kenna sjer holl ráð, að af- stýra því böli. Þar korn um síðir að hún varð við til- mælum vina sinna að koma yfir um til meginlandsins til uppörfunar og leiðbeiningar. Sjálfir konungarnir buðu henni á sinn fund og var hún vel metinn gestur hjá konungum Frakklands, Belgíu, Hollands, Prússlands, Hann- óvers og Danmerkur. Hún var á ferðinni um þessi lönd og fleiri á árunum 1836—43. Henni var boðið tii Pjet- ursborgar en gat eigi sinnt því, en líknarráð hennar náðu þó alla leið austur til Síberíu, til klakalandsins, þar sem bæði frýs hauður og hjarta, og mennirnir eru enn ómild- ari en náttúran. Við hirðir konunganna hjelt hún eigi síður en í hreysum aumingjanna öllum siðum kvekara. Hún sat hirðveizlur í dökkgráa, þrönga kvekarakjólnum sínum prýðilausum og þúaði konungana jatnt sem aðra en þeim fannst að eins því meira um hana. Hún ljet’ sjer þau orð um munn fara, að gott mætti láta af sjer ieiða bæði i höllunum og í fangelsunum, »en heldur vil jeg þó heimsækja fangelsin«, bætti hun við. Hjer yrði oflangt mál að telja upp aliar þær greinir kristilegrar mannúðar og miskunnsemi, sem hún kom fót- um undir, og enn lengra mál yrði að telja allar þær teg- undir kristilegs fjelagsskapar um víðan heim, sem á hef- ir komizt að hennar dæmi og eptir hennar hvötum í ræð- um og ritum. Það var látlaus sannleikur sem hún sagði um sjálfa sig í banalegunni: »Þegar jeg var 17 ára göm- ul stúlka, snart Guð hjarta mitt, og síðan hefi jeg aldrei brugðið svo blundi, hvort sem jeg hefi verið sjúk eða

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.