Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. III. RVIK, NOVEMBER 1893. 13 Himnastiginn. í skirnarirmar skírri lind vjer lítum speglast ljúfa mynd. :,: Hallelúja. :,: Á jörð þar stigi stendur lágt, en nær þó upp til himins hátt. Þá opnast dýrðlegt himins hlið, og ofan svífur englalið. Og stigann ganga englar um með blessun handa börnunum. Þeir stíga niður stiga þann, svo börnin geti' upp gengið hann. En hver, sem upp þar ætlar með, þarf verða barn með barcslegt geð. 0, elskufaðir gæzkugjarn, ó gef þjer verði' eg geðþekkt barn. Og styð þú mig upp stiga þann, sem liggur heim í ljóssins rann. Þar öll þín barna' og engla hjörð æ syngur: Þjer sje þakkargjörð. :,: Hallelúja. :,: V. B.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.