Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 10
202
Sjera Friðrik segir meðal annars: »Það er undur litið
vexti« . . . »Oss varð hálf-hverft við, þegar vjer sáum
þessi nýju smárit« . . . »Það virðist nærri því of-lítilfjörlegt
starf fyrir einn biskup að þýða smásögur« . . .
Brotið og leturmergð á síðu er alveg sama og áður,
og 5 nr. á ári eru að vöxtum á borð við fylgirit hinna
stærri og dýrari blaða hjer á landi.
Hvað efnið snertir, kveðst sjera Friðrik fremur hafa
kosið, að vöxtum smáritasjóðsins hefði verið varið til að
prenta árlega »1 eða 2 lengri ritgjörðir, frumsamdar af
þar til hæfum mönnum um kirkjuleg og kristileg efni«.
Til þessa er að svara, að slíkar ritgjörðir, hve góðar
sem þær væru, mundu, ef þær ættu að seljast einar sjer,
fá sára litla útbreiðslu á landi hjer, og ætti að útbýta
þeim gefins, þá yrði það »undur lítið«, sem fengist fyrir
70 kr. á ári. Lengri og efnismeiri ritgjörðir fá i lengstu
lög rúm í Kbl. og fá með þvf töluverða útbreiðslu, en
smáritin eiga svo aptur að styðja að útbreiðslu blaðsins,
og þá ætti hinum góða tilgangi sjera Friðriks að vera
náð. Sjera Friðrik þurfti því alls ekki að verða »hverft
við« að sjá eintómar smásögur. Bæði er það framhald
af því sem áður hefir verið, og í annan stað var það
sagt fyrir í nýársávarpi Kbl., að fylgiblaðið væri einkan-
lega ætlað börnunum, til skemmtunar og uppbyggingar.
I sjálfu sjer stendur á minnstu, hvort þessar kristilegu
smásögur koma innan um annað mál Kbl., eða sjer í rit-
korni, en þar sem sjerstakur sjóður var fyrir hendi og
kristileg smárit hafa sfna sögu fyrir sig, þótti rjettara að
halda hinu gamla og góða nafni, og láta ritið vera sjer-
stakt, þótt lítið væri.
Loks skal svarað hinni þriðju athugasemd sjera Frið
riks. Pjetri biskupi var það vel þakkað á sinni tíð, er
hann þýddi og gaf út kristilegar smásögur, bæði í hinum
alkunnu »Smásögum« sínum og í »Kristilegum smáritum«
1865—-69, er hann mun hafa átt góðan hlut að, og í »Nýj.
um kristilegum smáritum«, er hann gaf út einn undir
sfnu nafni, þjóðhátíðarárið. Einmitt við það, að Pjetur
biskup um stund vakti upp smáritaútgáfuna, var það svo
eðlilegt, að eptirmaður hans tæki starfið aðallega að sjer