Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 9
201 að það verði frjálst til afnota fyrir alla íslendinga, sem þess geta notið fyrir fjarlægðar sakir, og í trausti þess ættu menn hjer heima að óska því vaxtar og viðgangs, því að öllum oss ætti þó að vera annt um, að íslenzkt þjóðerni og menntalíf geti varðveitzt hjá bræðrum vor- um vestra, en til þess er íslenzkt bókasafn ómissandi. Jeg skal alls ekki fara fram á neinar almennar pen- ingagjafir, en beini þeirri áskorun til allra bóka- og blaða- útgefenda hjer heima, að gefa eitt eða tvö eintök af út- gáfuritum sínum til bókasafnsins í Winnipeg. Það er svo sáralítill kostnaður, sjerstaklega ef hjer heirna væri um- boðsmaður fyrir bókasafnið, sem tæki við gjöfunum á staðnum, því að burðargjaldið mundu styrktarmenn safns- ins vestra fúslega greiða. En æ sjer gjöf til gjalda, og móti þessu ætti að koma, að allir sem gefa út íslenzkt rit vestra ljetu af hendi við landsbókasafnið í Reykjavík eitt eða tvö eintök, og greiddi safnið hjer eðlilega burðargjaldið og hefði sinn umboðs- mann vestra. Sumir blaða- og bókaútgefendur vestra munu annars undanfarið hafa gefið hingað til safnsins, altjend í viðlögum. -— En söfn þurfa helzt að fá allt prent- að mál. Svo framarlega sem prentsmiðjueigendur og blaða- menn beggja megin hafsins taka þessari áskorun drengi- lega, koma aðrir útgefendur með, og eptir fáein ár er þetta sjálfsögð kvöð, sem enginn finnur til. En sem sagt, skilyrðið fyrir því, að eigi standi á þessum gjafaskiptum hjeðan að heiman, er það, að bóka- safnið í Winnipeg verði opið fyrir almenning, hvað sem kirkjulegum fjelagsskap líður. Jeg tel reyndar víst að svo sje, en betra væri að viðkomendur gæfu skýlausa yfirlýsingu um það. Ný kristiieg smárit. I ágústbl. »Sam.« minnist sjera Eriðrik J. Bergmann þessa fylgirits Kbl. í vinsamlegri grein, sem ástæða er þó að gjöra dálitlar athugasemdir við.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.