Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 12
204 Þó sjái’ ekki hugarins sjón þína mynd, — er segja menn hátt í því bjarta —, jeg tilbið þig elskunnar uppsprettulind, sem eldinn þinn gafst mínu hjarta. Þó geti’ eg ei líkt þjer við líkamlegt neitt, nje litið þjer markaða staði, jeg halia mjer að þjer í elskunni heitt, mitt upphaf, Guð kærleikans faðir. Jeg flnn hversu leiðir þú mjúklega mig í myrkri’ yfir leiðina nauða; jeg elska’ og reiði mig örugg á þig og óttast ei neyð eða dauða. O. Höf. er ókunnur ritstj., kvæbib sent hjeban úr bænum III. Bænarvers. Guð barnanna faðir, ó blessa þú mig, með barnslegu hjarta eg ákalla þig; ó, gef þú mjer náð til að geta þjer hlýtt, að góðu mjer verður þá andstætt og blítt. Þitt lýsi mjer ljós meðan lífs blómgast rós. Gisli Halídór88on, á Reykjum i Hjaltadall?) í Skagafirði. IV. Þegar dagur þrýtur. Þegar dagur þrýtur og þrekið hverfa fer, Ijósið andinn lítur, ljettir nótt af sjer; dýrðarfáni skær þá skín frelsarans í fögrum sal, þar fagnar öndin mín. Eyjólfur Þor8teinsaon, á Berufirbi í Suður-Múlasýslu. V. Vers. Ó, þú líknarlindin fróma, lausnarinn blíði, Jesús minn, lífsins orðin lát þú hljóma ljóst um kristinn söfnuðinn; svo hann megi sífellt róma sætast lof um kærleik þinn. Marlcús Sígurösson, »14 ára gamall«, á Pagurhóli í Laudeyjum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.