Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 14
2Ó6 smiðab af stálklukkum, af því að þær eru ódýrari. Á miðöldunum þekktust og klukkur úr silfri og enda úr skíru gulli. Karl mikli setti klukkur við kirkjurnar i sínu víðlenda ríki og á hans dögum var smíðuð nafnfræg klukka í dómkirkjuna í Akken, en seinna komust þær á austnr frá. Það var fyrst um 900, að hertoginn í Feneyjumg af Míkael Miklagarðskeisara klukkur í Soff- íukirkjuna. Klukkurnar voru vígðar, sem almenningur kallaði klukkuskírn, af því að presturinn þó þær og smurði, og sló yfir krossmarki með vígsluorðum, og tíðast var þeim gefið nafn; en páfabrjef eru fyrir því, að eigi megi skoða þetta sem skírn eða sakrameuti. I »Klukkuljóðum« Sohillers, sem Steingr. Thorsteinsson hefir þýtt, í 28. ári Fjelagsritanna, er klukkusteypunni lýst, og inn i það er fljettuð svo meistaraleg lýsing á »svipulum mannsins æfileik<i, sorg og gleði, fári og fögnuði, sem kirkjuklukkan kveður yfir, að það kvæði er talið með allra-ágætustu snilldarverkum skáldskaparins. -----33S------ Frá hjeraðsfundum 1893. 3. Hjeraðsfimdnr Árnesinga var 13. sept. Við voru 7 prestar af 11 og 14 fulltrúar af 27. Unglingapróf höfðu farið fram í öllum prestaköllunum og hafði Brynjóifur Jónsson frá Minna-Núpi alstaðar verið prófdóm- ari. «Prófað hafði verið í bóklestri, kristindómsþekkingu, skript og reikningi, og reyndist kunnátta barnanna í góðu lagi». Unglinga- prófum skyldi haldið áfram, en þar sem fje mundi eigi vera fyrir hendi (úr sýslusjóði?) til að láta einn prófdómara fara um alla sýsluna, yrðu prestar að vera hvor hjá öðrum eg annar prófdóm- arinn kosinn af sóknarnefnd. Áskorun var samþykkt til sýslu- nefndar að veita 200 kr. til að styrkja efnilega menn til kennara- menntunar, Fundurinn áleit að sem fyrst ætti að verða fjárhagsskilnaður milli Stokkseyrar- og Eyrarbakka-kirkna og sókninni skipt. Eundurinn skoraði á biskup, að gjöra nauðsynlegan undirbún- ing til þess að kirkjur yrðu vátryggðar. Fund. aðhyltist eitt persónulegt kirkjugjald á alla fermda, í stað hinna gömlu. en hver kirkja eigi sína afmörkuðu eign í kirkjusjóði, «en skattur sje lagður á hinar ríka kirkjur, því hærri sem þær eru ríkari, sje það fje lagt í sjerstakan viðlagasjóð til styrktar fátækum kirkjums. «Fund. lýsti yfir þeirri eindregnu ósk sinni, að engu máli. sem snertir kirkjuna almennt, verði ráðið til lykta af þingi og stjórn, nema því að eins að leitað hafi verið áður um það álits allra hjeraðsfunda á landinus. 4. HJeraösfuiidur Hangvellinga var 15. sept. Við voru

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.