Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 4
mest et um vert í þessu sambandi, nefnilega þess, hve góð áhrif kirkjan hefir á þjóðfjelagið að mörgu leyti, en að eins litið á kostnaðinn, þá verður þó varla sagt með rjettu að hún sje ómagi. Ríkið kostar reyndar presta- skólann og biskupinn, leggur fje til nokkurra uppgjafa- presta og prestaekkna o. fl. En þetta er varla rjett að skoða sem styrk veittan kirkjunni. Aðgætandi er að flestir embættismenn kirkjunnar hafa í þarfir ríkisins á hendi mörg störf, sem sameinuð eru embættum þeirra; og mundi það hljóta að kosta ríkið talsvert, ef þeir slepptu þessum störfum. En svo er á annað meira að líta: Rík- ið heflr með valdi tekið ógrynni fjár af kirkjunni, sem hún átti með jafn-miklum rjetti sem hvert annað fjelag sinar eignir. Ef því fje væri öllu aptur skilað, fyrir ut- an það, sem kann að hafa verið varið í þarfir kirkjunn- ar, þá mundi kirkjan í fjárhagslegu tilliti ekkert vera upp á ríkið komin, heldur geta lagt til allra kirkjuþarfa, sem nú eru, miklu rífara en nú gjörist, og þó hafa afgang til einhverra annara nytsemda. Hvort hafi þá meiri styrk af hinu, ríki eða kirkja, um það getur hver dæmt sem vill. Slíka ómaga er að minnsta kosti ekki ónýtt að hafa. V. B. Kirkjurækni og altarisganga. Yfirlit biskups yfir messugjörðir og altarisgöngur á íslandi, árin 1889—91, sem birtist fyrir rúmu ári síðan í Kbl., hefir eðlilega vakið mikla eptirtekt um land allt og eflaust töluverðan áhuga, að láta ekki tölurnar verða eins talandi næst, þegar samskonar yfirlit væntanlega birtist að sumri, fyrir tveggja ára tímabilið, sem nú er að mestu liðið. Á flestöllum hjeraðsfundum munu nú vera lesnar upp slíkar skýrslur úr prófastsdæminu fyrir næstliðið ár. Vera má, að surastaðar sje það meira gert til málamynda, til að koma nafninu á það, að hlýða fyrirmælum biskups, en sumstaðar gefur þó lesturinn tilefni til alvarlegs samtals og ályktana, og eptir hjeraðsfundarskýrslum, sem fram eru komnar, hafa prestar í Árness- og Húnavatnsprófasts-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.