Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 2
Um viðskipti ríkis og kirkju.
Svar til «Lögbergs».
I Lögbergi 6. árg., 44. tbl. er greinarkorn út af dæmi-
sögunni »Hjónin« í Kirkjublaðinu (III. 5.). Þar segirsvo
meðal annars: »Oss væri mikil forvitni á að sjá það
rjettlætt í Kirkjublaðinu, annað hvort af sjera V. B. eða
ritstjóranum, eða einhverjum öðrum góðum manni, að
neyða svo og svo mikinn hluta af ríkisþegnunum, sem
enga sannfæring hafa fyrir málefni kirkjunnar, til þess að
leggja fram fje henni til styrktar«. Þar sem þessu er
beint að mjer fyrst og fremst, finnst mjer að mjer standi
næst að svara því nokkrum orðum.
Mjer hefir aldrei komið það til hugar, að rjett sje
að beita nokkurri nauðung í þessu efni, fram yfir það
sein sjálfsögð þegnskylda býður. Dæmisaga þessi fer
ekkert út í það mál, og jeg skil ekki hvernig greinar-
höfundurinn fær það út úr henni. Hún miðar að eins
til þess að sýna það, að bæði ríkið og kirkjan standi sig
bezt við það að skilja ekki að fullu og öllu, og að þau
ættu, hvort fyrir sig, að sjá sinn hag í því að styðja
hvort annað sem bezt má verða. Lengra fer dæmisagan
ekki, og virðist hún ekki þungskilin. Hjer er ekkert
farið út i það, hvórt utanþjóðkirkjumenn eigi að gjalda
til prests og kirkju. Mjer fyrir mitt leyti finnst þaðmið-
ur eðlilegt, að utanþjóðkirkjumenn greiði slik gjöld per-
sónulega. En hitt getur mjer ekki fundizt neitt óeðli-
legt, að ríkið styðji kristnína í landinu með fjárframlög-
um, ef með þarf, enda þótt allir landsmenn ekki sjeu
kristnir. Ef ríkið ekki vill styðja kirkjuna, þá verður
þvi auðvitað ekki þröngvað til þess, og það væri naum-
ast rjett að gjöra það, þótt það gæti tekizt. En ef það
aptur vill styðja hana, þá væri það heldur ekki rjett að
þröngva því til að gjöra það ekki, erida mundi það ekki
verða auðvelt. Raunar má búast við því, að að allt af
verði nokkrir af rikisþegnunum, sem yrðu óánægðir með
það að ríkið leggi nokkurt fje fram til þarfa kirkjunnar.
En menn eru óánægðir með svo mörg framlög til al-
mennra þarfa og verða þó að láta sjer þau lynda. Við