Kirkjublaðið - 01.02.1894, Page 3

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Page 3
þú brást gegn fjendum þeim; Og margur óhreinn andi þá aptur skreiddist heim. Þótt voði væri’ á ferðum, ei varaðirðu þig; og girtur ljóssins gerðum þú gekkst ei hót á svig. Þú vildir ekki víkja úr vegi minnsta bil; þjer sýndist það að svíkja, að sveigja nokkuð til. En loks á löngum vegi að lífsþrótt veiktist þú; en andinn þreyttist eigi og allra sízt þín trú. Þú hættur varst að herja, en hjelzt um merkið fast; þú krossinn vildir verja, er við þú tryggðir batzt. Þú Krists og krossins lietja, þinn kraptur þrotinn er. En oss það ætti’ að hvetja, sem eptir stöndum hjer, að vaka vel og stríða og vinna’ í sannri trú, og ljúfrar lausnar bíða, sem lengi gjörðir þú. Þig lengi hefur langað á lausnara þins fund; nú þú ert kominn þangað með þitt hið dýra pund. " Þig kveður Islands kirkja, þig kveður land og þjóð. Þin mikla akuryrkja á akri Krists var góð. V. B.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.