Kirkjublaðið - 01.02.1894, Page 9

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Page 9
25 ingarsigur hjá almenningi, það var mælsku- og vitsmuna- sigur samfara valdboði stjórnhygginda, og að því bjó kirkjan öldina út og lengur. Aríusar-villan lá svo nærri, einkum þó austur frá 1 grísku löndunum og sjerstak- lega á 4. öldinni, er svo margir gengu til kristni af lítilli sannfæringu til að tolla í tísku keisarahirðarinnar. Fyr- ir Grikkjum allflestum var kristindómurinn hin sannasta og fullkomnasta speki. Þeir könnuðust við það sem miklu fullkomnara og æðra þekkingarstig að trúa á einn Guð almáttugan skapara himins og jarðar, en hin mörgu og máttlausu og sjálfum sjer ósamþykku goð. Vestur frá var það miklu siður hin heimspekilega hugsun, heldur innileg syndameðvitund og hjálpræðisþörf, sem tók tveim höndum fagnaðarboðskapnum um frelsarann, er leysir mannkynið frá synd og sekt. Hin guðlega persóna sjálfs frelsarans verður aðal-trúaratriðið, verk hans er annað og meira en verk nokkurs manns, hann sjálfur er Guð og þá um leið eilífur og saraa eðlis og faðirinn. Þessar ólíku andastefnur heyja nú sitt strið alla 4. öldina og lengur, og heyja það reyndar enn og alla daga kirkjunn- ar, að því er ætla má. Það var hinum sanna kristindómi engin bót að stjórnvizka keisarans ljet sinn þunga hluta rjetttrúnaðarmegin í vogarskálina í Níkeu, hitt var krist- indóminum miklu hollara er Aríusar-villan fjekk eindreg- ið fylgi keisaranna bæði vestra og eystra og rjetttrúnað- urinn var ofsóttur. Eptir þá baráttu eða þann hreinsun- areld var sannfæringarsigurinn unninn og kirkjan full- þroskuð til að vitna um guðdóm Krists á kirkjufundinum í Konstantínópel 381. Það eru þrír menn, sem fremstir standa í þessari baráttu kirkjunnar á 4. öldinni og um leið eru ágætustu menn kirkjunnar fyrir allra hluta sakir. Elztur þeirra og mestur er Athanasíus, Basilíus var honum næstur að aldri, en Ambrósíus yngstur. Allir voru þeir biskupar, sinn í hverri álfu hins kunna heirns, Basilíus í Asiu, A- thanasíus í Afríku og Ambrósíus i Evrópu, i Mílano á Norður-Italíu. Sakni hjer einhver Ágústins i þessum hóp, þá er því að svara, að starf flans heyrir aðallega til 5. öldinni. Basilíus mikli stóð í tíðum brjefaskriptum við *jí

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.