Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 2
Jesú kross það felur fagur; fylgið honum alla braut. Burt frá syndum lífs að lindum liggur hún í dýrðar skaut. V. B. ------í+í------ Það, sem mest er í heimi. Kafli úr fyrirlestri sjera Jóns Bjarnasonar í síðustu íAldamótumi1. -----Jeg skal nú hátíðlega játa, aðjeg sje engan kær- leik í þessu undarlega fyrirkomulagi á lífstilverunni, þessu ósveigjanlega lögmáli, sem verður orsök til þess, að svo mikið af náttúrlegu lífi ferst hjer fyrir augum vorum án þess að hafa náð ákvörðun sinni, og svo mikið einnig, að því er virðist, ferst eða glatast af hinu and- lega lífi. En engu síður hlýt jeg að trúa þvi, að lögmál- ið þetta óskiljanlega sje frá kærleikanum út runnið, sje einmitt kærleikur, einhver hlið af kærleikanum, kærleik- urinn sjálfur í einni af hinum óendanlega margbreytilegu myndum hans, svo framarlega sem jeg held því föstu, að sá Guð, sem er kærleikurinnn, hinn eini virkilegi Guð, hafi látið það verða til. Það er kærleikur, þetta allt, en kærleikurinn er hjer í dularbúningi. Hann er eins og fjallið mikla2 meðan það var hulið af skýinu eða þok- unni. Ef þeirri þoku ljetti aldrei upp, ef skýið hjeldi sjer allt af utan um fjalltoppinn, þá væri þessi jarðlífs- tilvera sannarlega dimm og gleðisnauð, það mætti þá segja eins og Björn í Öxl, að hjer væru dimmir og sólar- lausir dagar. En þokunni hefir einmitt ljett upp, skýið er eins og orðið að engu, fjallið er orðið sýnilegt og sólin úthellir björtu og blíðu ijósinu sínu yfir það frá efst til neðst. Þegar Jesús Kristur var búinn að ganga í gegn- um sina guðlegu æfisögu hjer á jörðinni, búinn að fram- kvæma sitt endurlausnarverk, búinn að ljúka sinni píslar- 1) Sbr. Kbl. IV. 2. Aldamótin fara núna með strandskipinu út um landið. 2) Öræfajökull í landsýn, nmynd kærleikans«.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.