Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 11
75 Vantrúarguðfræðin þýzka og deilan um hina postullegu truarjátning. Hve háu stigi hin nýja skjuisemistrú heflr náð á Þýzkalandi má bezt sjá af því, er sumir prestar fara með af prjedikunarstól. I Brimum er til dæmis mjög svo mikilsmetinn og einkar áheyrilegur kennimaður, dr. M. Schwalb, sem heflr verið í embætti 26 ár. Hann hefir nýlega geflð út postillu, sem heitir: »Er Jesús endurlausn- arinn?<í Hann neitar spurningunni skýlaust og allra ljós- ast kemur það fram í jólaprjedikun hans. Þar kemst hann svo að orði: »Vjer kippum fótum undan mörgu, sem til þessa heflr verið skoðað sem óbifanlega bjargfast af trúuðum mönn- um. Vjer neitum fullgildi biflíunnar, þar gefur að líta bæði sannleika og villu, já, þar gætir mjög harla margra mannlegra ófullkomleika. Vjer erum alls eigi bundnir við orð biflíunnar. Vjer trúum eigi á þau undur, sem hún segir frá, en neitum þeim blátt áfram. Allar undra- sögur bifliunnar eru að vorri hyggju annaðhvort sögu- sagnir eða rósamál fræðiskáldskaparins. Vjer trúum því eigi, að Jesús hafi verið Guðs son, vjer trúum þvi eigi, að hann hafl verið fullkominn maður, vjer trúum því eigi, að hann hafl verið laus við alla villu og alla synd. Hvorki kenning hans nje líf hans er i öllum greinum fyrirmynd fyrir oss til eptirbreytni. Hann er á vora trú mikill spárnaður, einn af mörgum . . . Jesús var sjálfur villtur, er hann trúði því, að hann væri Messías, og kirkj- an og hver einstakur fer villur vegar, er hann trúir því, að Jesús sje endurlausnarinn ... Búist ekki við neinum endurlausnara!« Eigi verður annað sjeð, en að þessi prestur sje þjónn ríkiskirkjunnar, því að getið er þess, að þetta sje óákært, en um sama leyti er prestur í Hannóver. kærður fyrir kirkjustjórninni fyrir að hafa af stól talað í harðara lagi um liknarskort auðkýflnganna við volaða. Annars má auðkenna þýzku vantrúarguðfræðina með orðum Jóhannesar postula (I. Jóh. 4, 2—3), það er neitun sjálfrar undirstöðunnar »að Jesús Kristur hafi komið í

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.