Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 3
sögu, deyja sínum heilaga friðþægjandi dauða, og síðan
að vinna sigur yfir dauðanum með sinni guðlegu upprisu,
búinn að stofna kirkju sína og frá himnum að senda hei-
lagan anda yíir sálir lærisveina sinna, — þá varð hinn
huldi kærleikur Guðs mannsaugunum sýnilegur. Þá sást
það, að Guð hafði bæði mátt og viija til að slíta bönd
glötunaraflsins af mannsandanum, leysa mannkynið, synd-
ugt og ósjálfbjarga, úr álögunum. Og þegar hinn ein-
staki maður meðtók Jesúm Krist fyrir sinn frelsara, sam-
þykkti það með frjálsræði sínu, að geta sig undir hans
vald, þá var hann hrifinn burt undan hinni aðsígandi
yflrvofandi glötun, og gat á þennan hátt — fyrir trúna á
mannkynsfrelsarann —- orðið það, sem honum frá eilífu
var ætlað að verða. — Þokumyrkrið er horfið, og fjali
hins eilífa kærleika stendur þarna nú skínandi í allri
sinni dýrð.
Svona litur þá kærleikurinn í virklegleikans heimi
út. En hin grunnskyggna skynsemistrú viðurkennir ekki
þennan kærleik, af'neitar þeim Guði, sem er einmitt svona
lagaður kærleikur, afneitar honum, þótt hún hafl hans
sönnu mynd daglega fyrir augunum. Það er undarlegur
Guð, sem hún hefir sett í staðinn og trúir á. Hann er
ekki neitt líkt því, er vjer samkvæint kristindómsopin-
beraninni og samkvæmt vorri eigin lífsreynslu köllum
guðlegan kærleik. Það er yfirnáttúrleg vera, sem ekkert
fer eptir sínum eigin lögurn, Það má brjóta lögmálið
hans, og það brot á hvorki að gjöra til nje frá. Það er
óreglunnar Guð, sem lætur allt fara þvert á móti sínu
eigin lögmáli, náttúrulögmálinu. Örlög hinna mannlegu
einstaklinga sýnast eptir þeirri trúarskoðun að vera eins
og segir um einn vissan hlut í gátunni: fer í sjó og sekk-
ur ekki, fellur í eld og brennur ekki, dettur fyrir hamra
og brotnar ekki. Það er Guð, sem dæmalaust hægt er
að komast út af við, það er að segja fyrir mennina í
andlegu tilliti. Hinar skynlausu skepnurnar verða að
gjöra áig ánægðar með, þó að þær sjeu marðar til dauða,
hvenær sem hið eyðileggjandi afl náttúrunnar fellur yfir
þær. Og í líkamlegu tilliti verður maðurinn að gjöra
sjer það að góðu, þó að hann sje kraminn og kvalinn af