Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 8

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 8
72 um« sínum, að þeir ekki rífl hveitikornin upp með ill- gresinu. 2. Hvað sálmana snertir, sem nú eru að ryðja sjer til rúms, þá leynist engum, að vjer höfum eignazt stórum fullkomnari og andríkari sálmasöngsbók í stað hinnar eldri »nýju bókar«, og á sjö-manna-nefndin ódauðlegar þakkir skyldar fyrir hana, þótt einhver missmiði megi máske á henni flnna. Hinn ný-sálaði kirkjulega andríki, góði og guðhræddi sjera Helgi er þar (í bókinni) fyrstur á blaði með sína mörgu sálma. Flestir þeirra eru mjög liprir og eptir því kirkjulegir. Formið er fagurt og hugsanirnar auðveldar, mál og kveðskapur í bezta lagi. Þó eru hans sálmar fremur eptir hinum gamla eða eldri stýl, og af hans fjarska-mörgu þýddu sálmum, eru lang- flestir frá liðnum öldum. En svo var og hans guðfræðis- stefna, öll forn-lútersk, óbrotin og sterk. En af því að hjartalag eða persóna höfundarins er fyllilega í hverjum hans sálmi, hafa þeir allir sitt gildi og munu lengi ávinna sjer sína vini, enda má og finna ófáa sálma i safni hans, sem hverri þjóð mundi þykja dýrmæti að eiga. En ef sjera H. H. tilheyrir sem sálmaskáld eiginlega hinum liðna tíma, er hinn höfuðtnaður bókarinnar, sjera Valdimar, sannur sonur vorra tima. Síðan Hallgrímur Pjetursson kvað, hefír hann einn getað lypt sálmakveð- skapnum til fullrar lýriskrar fegurðar. Hans mörgu sálmar eru og furðulega jafnir. Það eina, sem ábótavant er, að sumra dómi, við sálma hans, er það að lögin eru ekki ætíð heppilega valin við efni, eða ætíð hent og falleg. En þetta fer eptir smekk manna. Hæð, dýpt og víðtæki þessa skálds ætla jeg sje fágætt, þótt borið sje saman við sálma-kveðskap stærri þjóða. Það er hann eða hans sálmar (einkum hans meistaralegu guðspjallasálmar), sem gjöra bókina að andlegum kjörgrip þjóðarinnar. Þá eru og nokkrir (en allt of fáir) sálmar eptir sjera Matth. Jochumsson, sem heita mega skilgetnir bræður sjera Valdimars sálma. Að öðru leyti er andi M. J. allt of fljúgandi og óbundinn i trúarefnum til þess að slíkur maður hafi getað orðið kirkjulegt sálmaskáld á þessum dögum.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.