Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 16
ynni alian heiminn, en libi tjón á sálu sinni. Láttu Gubs anda leiða þig. Hvar sem þú vinnur þjer brauð, þá vinn í Guðs ótta. Undir hvaða þaki sem þú býr, þá bú þar í kristilegum friði, kristilegri trú, kristilegum kærleik. Við hverja sem þú átt saman að sælda, þá láttu viðskipti þín stjórnast af sanngirni, rjettsýni og bróburást. Gjörir þú þetta, þá þarf ekki að spyrja að því, hvert þú stefnir; þú stefnir þá heim, heim til hans sem er íjettlætið og kærleikurinn sjálfur. Þú, sem lengi ert búinn að lifa í heiminum, helming eða meir en helming fullkominnar mannsæli: Hvert fer þú. Ertu í raun og veru að nálgast föðurhúsin, að sama skapi og þú óðum nálgast gröfina? Vjer vitum, að svo ætti þab að vera. Vjer, sem erum á þessum aldri skulum athuga, hvort vjer blekkjumst eigi af heims- ins skaðvænu öndum, og látum eigi blindast af hinum ýmsu villu- ljósum, er þar ber fyrir augun. Og ef vjer finnum að svo er, þá skulum vjer leita Drottins meðan hann er að finna, ákalla hann meðan hann er nálægur. Það er að líkindum ekki svo langt þar til vjer höllum höíði að moldu. Notum timann til að leiðrjetta það, er áfátt varð, til að víkja við í stefnuna, sem leiðir heim. A oss hvílir ábyrgð mikil; vjer erum reyndir og höfum þroskaða skynsemi hver eptir sínum mæli, ábyrgb, eigi að eins á vorri sálu, heldur og þeirra hinna ungu, er vjer gefum eptirdæmið. Vjer þurfum að finna til þessarar tvöföldu ábyrgðar. Vjer þurfum að grátbæna Gub um abstob síns helga anda, vjer þurfum að leyfa honum að gróðursetjast í hjarta voru, svo hann verði megin-lífs- aflið þar. Þá mun hann leiða oss og þá sem dæmið taka eptir oss, heim, heim í blessuð föðurhúsin. Hvert fer þú? Það getur verið, að vegurinn þinn sjo þyrnum stráður ; það getur verið, að efni þín sjeu smá, skuldirnar miklar, einnig hinar jarðnesku. Það getur verið, að þeir dagar sjeu eins margir eða fleiri, sem þú stynur og syrgir, en hinir, er þú gleðst. Hvert fer þú ? Ef Guðs andi býr í hjarta þjer, þá ertu að halda þeim, heim á sælunnar landið. Gegnum margar þrautir ber oss inn að ganga í Guðs ríki. Hinn algóði faðirinn tekur á móti þjer, og guðdómshöndin kærleiksmilda þerrar tárin af augum þjer. Vertu glaður í Drottni, þar til dauð- inn leysir þig úr fangelsinu. Þú maöur, hvert sem hjer þú fer Guðs helgur andi fylgi þjer; og hvar sem liggur leiðin þín, þig leibi Drottinn heim til sín. Kirkjublaðið — borg. f. 15.' júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 60 a. í Vesturheimi 60 cts. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum. Inn á hvert einasta heimili. BITSTJÓRI: ÞÓBHALLUB BJABNABSON. Prentað í ísafoldar prentsmiöju. Beykjavik. 1884.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.