Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 15
?í< það of strangt, og þeir hafa einurð á að láta á sjást, að þeim taki þetta sárt. I þessari tölu eru kinir góðu, ráðvöndu og guðræknu húsfeður og húsmæður; í þessari tölu eru hin dyggu, dagfarsgóðu, siðvöndu og hreinskilnu hjú. £>eim er það alitaf ljóst, þessum mönnum, hvert vegurinn liggur, og þeir skilja andann, sem talar til þeirra frá himnum, andann, sem þeir finna að hrærist í brjósti þeirra, í hvert sinn sem þeir hugsa sínar góðu hugsanir, tala sín uppbyggilegu oið, og vinna sín góðu verk. Þeir vita, að þeir lifa ekki sjálfum sjer, heldur honum sem fyrir þá er dáinn og aptur upp risinn, þeir vita, að þegar þeir deyja, þá eru þeir Drottins; þeir vita, að sælan er í því fólgin, að komast heim, heim til Jesú, heim í hús íöðursins. Og þótt þessa menn kunni að henda ýmis- legur breyskleiki, þótt þeim verði á, að gleyma sjer um stundar- sakir, þá er hinn góði Guðs andi þó ekki slokknaður í hjarta þeirra; rödd hans lætur von bráðar til sín heyra og leiðir þá aptur á veg- inn, sýnir þeirn aptur hið himneska ijósið og bendir þeim heim. Þessir menn eru andlega skyldir postulunum, þótt lífsferill þeirra að útvortis hætti sje allur annar, af því tímarnir og kringumstæð- urnar eru allt öðru vísi. Guð blessar alla slíka lærisveina, og hans andi víkur ekki frá þeim. livert fer þú? Hvert ertu að fara, þú ungi vinur. Þú hefir máske nú þegar yfirgefið föðurhúsin jarðnesku, og ert nú kominn út í lífið, ert farinn að vinna fyrir brauði þínu meðal arinara ó- skyldra manna. Nú er faðir þinn og móðir þín ekki lengur við hlið þjer á hverjum degi eins og áður, og máske eru þau dáin, komin heim. Hefirðu tekið þjer tasta lífsstet'nu ? Fórstu ekki með góð og guðleg áform heiman frá þjer, frá föður og móður ? Lofaðirðu þeim ekki seinast, þegar þú kysstir þau, að ganga veg- inn, sem liggur heim til föðurhúsanna ? Hvað hugsarðu dags daglega? Hugsarðu eins og kristinn maður? Hvað talarðu ? Talar þú eins og kristinn maður? Hvað vinnur þú? Yinnur þú í guðs- óttanum ? Gættu nákvæmlega að veginum, sem þú gengur, og láttu engan kenna þjer sáluhjálparveginn nema Guðs orð og góða menn. Þaö eru til þeir menu, sem kenna, ekki Guðs veg, heldur djöfulsins. Það eru freistararnir, þeir sem gylla syndina, þangað til hún er orðin að dyggð í munni þeirra, þeir sem ekki vilja hafa neitt lögmál, nema sjáifræðisins, ekki kannast við neinn vilja, nema sinn eiginn. Et þú vilt, þá geturðu sjeð, hvert þeir stetna þessir menn. Þeir stefna frá sannleikanum, frá ljósinu, frá föðurhúsunum. Ætlarðu að vera í fylgd með þeira? Þeir komast aldrei heim, þeir aumu menn, meðan þeir halda þeirri stefnu, þótt þeir nú þykist miklir, frjálsir og sterkir. Sá er þykist standa, gæti að sjer, að hann ekki falli. Prófaðu andana, ungi maður; tem þú þjer, að dæma þá af ávöxtunum, ekki hinum jarð- nesku ávöxtum, heldur hinum andlegu. Óguðlegir menn safna stundum jarðneskum ávöxtum, en hina vantar. Og þú hefir heyrt þetta orð ritningarinnar: Hvað gagnaði það manninum, þótt hann

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.