Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 5
69 Jeg má ekki skilja svo við þetta mál, að jeg ekki með örfáum orðum drepi á eina mikla og illa afleiðing af því, að trúa á þennan ímyndaða, óvirkilega kærleik t hjá Guði, trúa á þessa falsmynd af kærleikanum. Það er deyfðin, kæruleysið um það, hvernig allt gengur í mannfjelagslífinu, hálfvelgjan í öllum málefnum, sem til eru milli himins og jarðar. Þegar menn eru farnir að trúa því, að hinn eilífi kærleikur Guðs þýði sama sem meinleysi og góðmennsku, sem lætur alla ná takmarkinu, á hverri brautinni sem þeir ferðast, þá liggur skiljanlega svo opið fyrir, að láta sjer standa á sama, hvernig ver- öldin veltist, lofa öllu, sem uppi er í tímanum. að ganga eins og verkast vill. Það er lika svo, að jeg sje menn af vorri eigin þjóð með þessari grunnu skynsemisskoðun á Guði og kærleikanum, stóra hópa af þeim, í því ástandi, að þeir eiga engin eiginleg lífs-spursmál í eigu sinni, og ekki heldur nein eiginleg dauða-spursmál, fyrir sjálfa sig og þjóð sína. Þeim stendur á sama um allt; þeir eru sannfærðir um, að það hljóti allt að fara vel á endanum rjett af sjálfu sjer. Ef þeir biðja á annað borð, þá hljóð- ar bænin þeirra svona: Gef frið um vora daga! — Ef einhver af lífs-spursmálum og dauða-spursmálum lands og lýðs eru dregin fram og reynt til að fá almenning til að hugsa um þau og kasta sjer í alvarlega baráttu út af þeim, þá er friðinum raskað. Og þegar svo er komið, þá kveina og kvarta þessir friðarpostular um skort á kærleika hjá þeim, sem uppi í baráttUnni standa. Að brjóta niður eitthvað, sem illt er, til þess þarf stríð, opt upp á líf og dauða. Og til að reisa það upp, sem gott er, og láta það verða ríkjandi í mannfjelaginu, til þess þarf líka strið, opt voðalega langt og strangt stríð. Slíkt stríð þolist ekki af mönnunum, er trúa á hinn áður nefnda » óekta kærleika. Þeim finnst allt slíkt strið fordæman- legt; þeir setja upp dæmalausan helgisvipj halda að sjer höndum og tala stórum og mörgum orðum um kærleiks- leysið, sem komi fram í öllum þessum ólátum. Það þýð- ir ekki að einkenna þessa menn frekar. Þeir eru til beggja megin hafs. Þeir eru alstaðar til, þar sem menn tilbiðja hina ósönnu skynsemistrúarmynd af kærleikanum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.