Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Blaðsíða 4
öflum náttúrunnar, þegar hið ráðandi allsherjar-lögmál tilverunnar varpar þeim yíir hann. En þegar til hins andlega lífsins kemur, þá á þar að verða eitthvert yfir- náttúrlegt kraptaverk, þanuig lagað, að það skal ekki saka, þó að hann sjálfur leggi sig undir afl hins illa, þar sem það brunar fram á móti honum eins og eimvagna- lest á járnbraut; honum á að vera óhætt að neita frelsis- hendi þess, er vill bjarga honum; aflið illa á ekki að geta gjört út af við hann, hvernig sem það veltir sjer yfir hann. Ef hann í einstaka tilfelli kann að særast ofur-lítið, þá eiga þau sár innan skamms tíma að gróa af sjálfum sjer. Allt hlýtur að íara vei á endanum. Það er ekki mikið að hræðast annan eins Guð, sem lætur sjer standa á sama, eða því sem næst, hvernig brotið er á móti hans lögmáli. Ef þessi ímyndaði Guð væri maður, þá mundi mega segja um hann, að hann væri hið mesta góðmenni, meinlaus öldungur, sem ómögulega gæti fengið af sjer að fram fylgja síuum eigin hússtjórnar-lögum, þegar það kæmi í bága við tilfinningar hans heimilis- fólks. En Guð er engin slík meinleysis-vera. Kærleikurinn er ekkert iíkur því, sem í dagiegu tali er kallað góð- mennska. Guð er kærleikans Guð, en sá kærleikur heimt- ar, að hinu eilífa lögmáli, sem bindur tilveruna saman, sje fulinægt í hverjum einasta og minnsta punkti. Hanu fylgir þessu lögmáii einnig þá — sjerstaklega einmitt þá, þegar hann fyrir endurlausnarverk Jesú Krists frelsar mannsandann frá glötuninni. Nú ætti öllum að vera ljóst, hvað kærleikurinn er. Kærleikurinn er ekki nein ímynduð stærð; kærleikurinn er ekki nein hugmynd, sem mannsandinn hafi smíðað. Kærleikurinn er ekki það, sem sá eða sá maðurinn ákveð- ur að vera skuli kærleikur, ímyndar sjer að kærleikur- inn hljóti aö vera. Kærleikurinn er fast-ákveðin stærð í virkilegleikanum. Það, sem Guð er, — það sem Guð sýnir sig að vera í hinni náttúrlegu opinberan sinni og í hinni andlegu opinberan sinni, þeirri, er kennd er við Jesúm Krist, — Guð eins og hann í virkilegleikanum kem- ur fram, það er kærleikurinn.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.