Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 3
fátækur, og það voru ekki vegleg húsakynni, sem hanti fæddist í. Enginn þarf því að taka það nærri sjer, þó að hann sökum fátæktar ekki getur haft þá viðhöfn, sem hann vildi, á fæðingarhátíð frelsarans. Þótt húsakynnin sjeu lítil og þröng, er þar nóg rúm fyrir frið og gleði; þótt fátt sje þar um ljósin, sakar ekki, ef þar ljómar birta Drottins; og þótt fiest sje þar fátæklegt að ytra áliti, er sá enginn snauður, sem á hina beztu og dýrustu jólagjöf: frelsið fyrir Jesúm Krist. En margt er það annað en fátæktin, sem sýnist geta dregið úr jólagleðinni, enda virðist hún sjaldan vera hrein og óblönduð nema hjá börnunum. Allir vita, hví- líkt fagnaðarefni jólin eru venjulega fyrir þau. Gleðin skín út úr augum þeirra, stundum að eins við ljósin ein, En munu jólin geta verið slíkt fagnaðarefni fyrir gamal- mennin, sem fyrir löngu eru búin að lifa sitt fegursta og orðin hrum og hrörleg af elli? Munu þau geta notið jólagleðinnar, eins og börnin? Já, að vísu, en auðvitað nolckuð á annan hátt. Gamalmennin lifa í börnum sín- um eða barnabörnum og gleðjast við þeirra gleði; og að svo miklu leyti, sem þau ekki geta glaðzt við hinn yfir- standandi tíma, reyna þau að gleðjast við hinn liðna og ókomna tíma. Þau lifa í endurminningu og von, endur- minningunni um fyrri gleðistundir og voninni um hið dýrðlega frelsi Guðs barnu, sem þeim er heitið tyrir Jesúm Krist. Og hvílik gleði er það fyrir hina gömlu að geta haft von um það, að verða innan skamms aptur ungir, fá innan skamms að taka þátt í allra Guðs barna dýrðlegu jólagleði. En sjúklingarnir? Munu þeir geta haft gleðileg jól? Þeir, sem aldrei taka á heilum sjer, og ef til vill kenna sífellt sárra verkja? Er þess nokkur von, að þeir geti tekið þátt í jólagleði þeirra, sem heilbrigðir eru ? Það eru víst fáir svo veikir, að ekki brái ‘af þeim, og ekki vakni hjá þeim gleðitilfinning, er þeir heyra, að góður læknir sje kominn, læknir, sem likindi eru til að geti læknað meinsemdir þeirra. En hjer er boðað, að sá læknir sje kominn, sem áreiðanlega læknar allar mein-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.