Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 7
227 sém skínandi búning birtist í í böls og skugga dölum. Þið spáið, við sjáum það af því, enn þróist fræ á bölum. Þið komið oss mót á kirkjuveg i kulda’ um miðja nóttu. Og jólin þið enn svo yndisleg að ofan til vor sóttu. Nú hinnreska röddu heyri jeg. • til hvers manns: »friðar njóttu«. / 0 vitjið þið um vor börnin blíð í bólum sínum heima með augun sín bláu, fögur, fríð; — því fólki má ei gleyma. — Og leikið þið við þau litla tíð, þau látið um Jesúm dreyma. Og sýnið þeim nú í svefni’ í nótt þann sveininn unga, fríða, í jötunni sem að sefur rótt, með svipinn undurblíða. 0, barnanna vitjið, farið fijótt, nú fer á nótt að líða. Svo vakna þau milt við morguns ár og minnast drauma sinna; en klukkna mun liljómur hreinn og klár í hjörtum bergmál finna, og sálmanna tónar, söngur hár á síðan mun aldrei linna. Og englana síðan sjáum við um sálma stigann líða; þeir brotlegum mönnum bjóðar frið i boðun orðsins víða, og loks munu opnast himna hlið og heyrast rödd Guðs blíða. S. B.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.