Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 9
229
orð; ekki að minnast á aðra enn verri ósiði og lesti. Allt
slikt í heimilislífinu á hver og einn að hreinsa burtu, ef
hann á að halda jólin rjettilega. Það væri tilgangslaust,
að hreinsa kerið til að losa það við óhollnustu, ef maður
síðan hellti í það banvænni ólyfjan; á likan hátt er með
heimili vor, að það er tilgangslaust að ræsta þau og
fægja, ef vjer eigi um leið höfum heimilislifið fágað, ef
það eptir sem áður er rotið og banvænt. Hreinsum heim-
ilislífið í likingu við heimilið, og það ætti hver maður að
taka fyrir sig, sem finnur, að hann setur svartan blett á
heimilislifið, að hreinsa sig hið innra og þvo burt blett-
inn, eins og hann þvær sjer og prýðir hið ytra á þessari
hátíð. Glæðum á heimilum vorum góðan friðsemisanda,
og í líkingu við, að vjer kveikjum ljósin á jólunum til að
birta og hita upp herbergi vor, þá tendrum vora andlegu
lampa og iátum ljós vort skina fyrir öðrum, svo það beri
birtu í húsinu og verði öðrum til ieiðbeiningar, sem kunna
að vera svo óforsjálir, að hafa ekki lampa sína tendraða,
þegar brúðguminn kemur. Ef vjer látum ljós vort skina,
þá fylgir þvi lika hitt eðli ljóssins, sem er sameinað birtu-
eðli þess, að það breiðir il frá sjer og hitar heimilislífið
með þægilegum kærleiksvarma. Látum Jesú með sinu
lífi lýsa oss, sem á heimili sínu óx að vizku og náð;
látum hann vera það ljós, sem ljós vort beri eins og
endurskin af; hann sje stjarna, er lýsi oss og kenni oss
rjetta heimilisháttu og vísi oss veg gegn um lifið til Guðs
borgar, eins og fæðingarstjarna hans visaði vitringunum
veg gegn um torsótta leið til Betlehemsborgar.
Eins og ennfremur sjerhver flytur heim til sin til að
vera staddur á heimili sínu þetta hátíðiskvöld, svo að
heita má, eins og sagt var um Mariu Jesú móður, að
hver fari til sinnar borgar, eins þarf hver i líkingu við
það á jólunum, að fara eins og andlega heim til sin, inn
að sínu innsta hjartans inni og láta hugann dvelja þar
og rannsaka, hvernig þar er um horfs. Ilver sem þang-
að lftur, með alvöru og einlægni, mun finna margt, sem
hann þyrfti og vildi hreinsa burt; hann finnur þar synd-
anna fjöld og sektarinnar þunga, en aldrei finnur hann líka
betur en einmitt þá, á sjálfum jólunum, barnið í jötunni,