Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 6
226 er, notið fullrar jólagleði. Það er að vísu eríitt að ráða þessa ráðgátu. En mannlegt hjarta er einatt lítt skiljan- legt og fullt af ráðgátum og mótsögnum, sem enginn get- ur leyst neraa Guð einn. Vjer getum og haft þá von, að innst og dýpst í hjörtum allra manna sje einhver frelsis- vonarneisti falinn. Og opt getur það verið, að þeir, sem vjer kunnum að ætla kaldasta í kærleikanum, sjeu ein- mitt heitastir allra, og að þeir, ekki síður en aðrir, held- ur jafnvel fremur, sendi upp til Guðs brennandi bænir fyrir hinum föllnu og týndu; og hvar, ef ekki í slikri bæn, geta þeir fundið frið og gleði, sanna jólagleði? En hinir framliðnu þá? Eða ef vjer heldur viljum spyrja svo: hinir sáluhólpnu? Munu þeir ekki eins og vjer eða raunar miklu tremur, hafa gleðileg jól? Reynd- ar hugsum vjer oss ekki, að hinir framliðnu í Drottni haldi sjerstakar hátiðir, því að í eilífðinni er enginn tíma- munur; og hið eilífa líf er, að því leyti sem vjer þekkj- um það af Guðs orði, óaflátanleg hátíð, eilíf jól. »Þar allir tímar eru jól«, og allt eilíf jólagleði. Slík gleðileg jól gefi Guð öllum af miskunn sinni. En einnig oss, sem enn lifum, gefi Guð þegar hjer í lífl gleðileg jól, hreina og sanna jólagleði. í skugga fá- tæktarinnar, í blindu ellinnar, í dimmu sjúkleika, sorgar og dauða, í myrkri syndar og villu og vantrúar, — al- staðar ljómi birta Drottins og ljós hans gleðiboðskapar. Hvervetna þar, sem einhver ótti ríkir, boði engill Drott- ins þann fögnuð, sem veitast mun öllu fólki. í gegn um skarkala heimsins, veraldarglauminn og hversdagsþysinn hljómi hátt og skýrt sá boðskapur, að oss sje frelsari fæddur, oss til tjmanlegrar og eilífrar jólagleði. Guði sje lof fyrir gleðileg jól! Guði sje lof og dýrð fyrir hans gleðilega boðskap! valdimar briem. -------------- Jólasálmur. Eptir Grundtvig. Nú velkomnir englar enn á ný frá uppheims gleðisölum,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.