Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 14
234 ræðaleg og stamandi, því að hún var þá eínmitt i pukri að brjóta pappírsblað utan um 8 krónur og ganga frá þeim í buddunni sinni. Eptir að hún hafði talað við Ástu, fannst henni að hún gæti ekki haft neina jólagleði, ef fátæka og sjúka ekkjan og börnin hennar misstu alla sína ánægju á jóla- hátíðinni, af því að Friðrik var langt í burtu hjá vanda- lausum, og henni fannst það ekki fallegt af sjer að kasta þessum peningum út í glingur, þegar hún var nógu rík til þess að bæta úr þessari sorg. Á heimleiðinni var aptur komið við hjá ekkjunni, og Rósa sætti lagi og vjek Ástu afsíðis og fjekk henni brjef- ið með 8 krónunum, og sagði henni til hvers hún ætti að verja þeim. Ásta varð alveg forviða og vildi ekki taka við pen- ingunum. »Jeg á þessa peninga sjálf«, sagði Rósa, »hún amma mín sendi mjer þá í jólagjöf. Jeg má gjöra við þá hvað sem jeg vil, og nú vil jeg ekki brúka þá til annars en þessa«. »Jæja, Guð blessi þig fyrir Rósa«, sagði Ásta, »jeg ætla þá að taka við þessum peningum í von um, að hún mamma geti borgað þá síðar«. »Nei, Ásta, þú verður að þiggja þetta hjá mjer eins og svolitla jólagjöf, annars hefi jeg enga ánægju af pen- ingunum hennar ömmu«. Rósa sagði engum írá þessu heima, en hún var dá- lítið áhyggjufull út af þvi, að verið gæti, að hún með þessu heíði gjört eitthvað, sem hún átti ekki að gjöra. Hún sá það fyrir, að fyr eða síðar mundi það komast upp, hvernig hún hefði varið gullpeningnum sfnum, og þá var nú mest undir því komið, hvernig ömmu hennar líkaði það. Á sjálfan aðfangadaginn var allt búið undir jólahald- ið heima hjá börnunum og dýrðin átti að byrja klukkan 6, þegar Páll kæmi heim úr skólanum meðjárnbrautinni. Faðir hans fór sjálfur að sækja hann og börnin biðu þeirra með óþreyju, og biðiri varð nokkuð lengri en þau

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.