Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 4
Íiann, en þær áttu við (il að sýna það, sem jeg talaði um í grein þeirri, sem sjera J. svarar. Mikla eptirtekt mundi það vekja, ef sýnt yrði fram á að margt í rann- sóknum Spencers væri »með öllu óvísindalegt« og rangt er að liggja á sönnunum fyrir því, ef þær eru fyrir hendi og koma ekki fram með þær. Það er algerður misskilningur hjá sjera J. að Spencer sje kominn útfyrir svæði visindanna þar sem hann gefur bendingar ura sögu og eðli trúarbragðanna. Mjer er víst óhætt að fullyrða, að hann hefir aldrei gefið sig við að »brúa yfir á hið hulda og óþekkta«. Það getur hver sem vill reist sjer þá brú á kenningum hans, meir að segja bæði guðstrú- armaðurinn og vantrúarmaðurinn, en það er einmitt af því hann heldur sjer svo fast við visindin. Þá eru menn komnir »útfyrir svæði vísindanna«, er þeir skapa sjer persónulegan Guð, er ráði fyrir voldugu ríki í öðrum heimi, en ekki þótt þeir rannsaki uppruna og eðli trúar- bragðanna, sem skapast hafa í huga manneskjunnar á lífsferli hennar hjer á jörðunni. Að þvi er jeg veit heíir sú skoðun rnest fylgi, að trúarhugmyndirnar eigi fyrstu rót sína í drauminum og dýrkun dáinna manna og virð- ist mjer hún sennilegri en hitt, að himinljós og ytri nátt- úruviðburðir verði fyrst til að vekja þær, því eptirtekt og athugan á slíku krefst skarpari skynjunar og æfðari íhuguuar. Jeg kallaði kristindóminn volæðistrú, en sjera J. mót- mælir mjer með þeirri ástæðu, að hann hafi það augna- mið að gera manninn sælan. En hafa ekki öll trúar- brögð þetta hið sama augnamið? Þau, sem kenna að maðurinn eigi að síðustu að missa sjálfstæðið og verða að engu, kenna líka, að þetta sje hin æðsta sæla. Sjera J, hefir auðsjáanlega fundist það viðfangsbetra, ef jeg hefði sagt að »krossfesting holdsins skapaði krypplinga og vesalinga«; reyndar sagði jeg, að prjedikanir um kross- festing holdsins hefðu gert þetta. Og rjettara hefði verið af honum að láta þetta óbreytt, þótt breytingin iíklega reiknist honum aldrei til syndar, og fæst jeg ekkert utn þá smámuni. En jeg held nú að þessu sje svona varið. Þessar prjedikanir hafa, það vita allir, i öllum iöndum

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.