Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 10
m gctur ríkið auðvitað tckið með ofríki og allar eignir kirkjufjelagsins, líkt og fornu góssin voru tekin, en mjer kemur eigi til hugar, að löggjafarvald þjóðarinnar nú á tímum gjöri slikt, heldur staðfesti miklu fremur að kirkju- fjelagið haldi eignum sinum, sem það á með sama rjetti, sem önnur fjelög manna eiga sínar eignir. Þau veraldlegu störf í ríkisins þarflr, er prestar nú hafa, má fela hreppstjórunum á hendur, og rikið borgar þeim það. Auðskilið er, að bæði rikisfjelagið og kirkju- fjelagið verður þjóðinni dálítið dýrara, hvort um sig, við skilnaðinn, en hún græðir það aptur á öðru. Hjónabandið staðfesta embættismenn rlkisins, en hvort hlutaðeigendur vilja á eptir fá kirkjulega vígslu, er undir þeim sjálfum komið. Uppfræðing ungmenna í trúarefnum tilheyrir kirkjunni en önnur uppfræðsla rikinu. Afstaða kirkjunnar gagnvart ríkinu verður saraskon- ar sem afstaða ýmislegra fjjelaga er nú, en hvert fjelag verður að hlýða lögum rikisins í málum er snerta bæði, og eins kirkjan. Um afstöðu safnaðanna í hinni einu og sömu kirkju, hvers gagnvart öðrum, verða kirkjunnar meðlimir að koma sjer saman, og einstakiingarnir eru náttúrlega sjálfráðir, hvort þeir eru í nokkru kirkjufjelagi eða engu. Einstakar kirkjudeildir eru gagnvart ríkinu háðar sömu lögum sem heildin, það gefur að skilja. Það kemur eigi til mála, að hver söfnuður hafi þá trú og siði er honum lízt; meðan að hann vill eigi slíta bræðrafjelagið, verður hann að fylgja yíirleitt þessum almennu reglum. Ávallt verður að binda sig einhverjum böndum eða reglum. Það er eigi samkvæmt anda neinnar tíðar, að allt sje fritt eða lagalaust. Það er náttúrlega bezt, að fylgja straum tímans í öllu því sem gott er. Annars er jafnan þýðingarlaust að spyrja: »Hverjum er bezt að fylgja«, heldur ætti ávallt að segja: »í hvcrju cr bezt að fylgja hverjum«. Það góða sem af breytingunni leiðir er helzt þetta að svefn og dauði eða áhugaleysið, sem núrikir ofmjög, mun fremur hverfa. En þetta er hagur bæði fyrir ríkið og kirkjuna eða þjóðfjelagið í heild sinni. Það er ríkinu liagur að þurfa ekkert framar að skipta sjer af kirkjunnj

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.