Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 5
m skapað fleiri eða færri meinlætamenn á fyrri öldum með- an menn voru heitari fyrir trúnni og meiri bókstafstnenn en nú er á íslandi, og lafhægt er að sýna að við berum enn margar rnenjar þeirra kenninga, og að þær eru enn mjög verkandi á allt líf manna, þótt auðvitað hagi nokk- uð öðruvisi til Víst þekkir sjera J. sögu Gvöndar bisk- ups, sem lengi var dýrðlingur manna á Islandi. Og hafa menn ekki gjört dýrðling sinn, Hallgrím Pjetursson, að beiningamanni, þótt fróðir menn og vitrir segi að hann hafl aldrei verið það? Þetta var af því menn álitu, að slíkum einum heyrði Guðs ríki til; og hver mundi fyrirverða sig fyrir að gera það sem gerði Hallgrímur? Lasarus átti víst himnaríki en riki maðurinn neðri staðinn. Það eru nægar sannanir fyrir því, að menn hafa einkum hugsað sjer himnaríki sem bústað alls konar Lasarusa, og ekki mun vera fjarri því að svo sje enn. Þetta heflr auðvitað í fyrstu tniðað til að hugga þá, sem bágt áttu, en í meðferðinni varð það til að »skapa aumingja«, Þá minnist sjera J. á Leo Tolstoj, sem er einn hinn fræg- asti og allra einkennilegasti rithöfundur, er nú er uppi, En Tolstoj er skáld, og svo langt frá því að vera vís- indamaður, að hann hikar ekki við að lýsa þvi opinber- iega, að hann fyrirlíti af hjarta öll svo kölluð visindi. Hann er öfgamaður hinn mesti, kennir t. d. að maðurinn eigi alls ekki að verjast árásum annara, »ef einhver slær Þ'g á hægri kinn þá bjóð þú honum hina vinstri«; þótt náunginn miði hnífi á brjóst þjer, þá hreifðu ekki hönd n.ie fót til varnar, þótt hann steli fyrir augum þínum hinu dýrmætasta úr eigu þinni, þá hvorki reyndu að 'nndra hann sjálfur, nje kalla lögin til hjálpar. T. er einlægur stjórnleysingi og langt frá að halda hliflskildi fyrir hinum ríkjandi kristindóm. í fyrra eða liittifyrra ntaði hann bók með svo svæsnum árásum á kirkjuna, að hannað var að prenta bana í Rússlandi og varð hann að gefa hana út annarstaðar. Allt um það er það rjett hjá sjera J. að iann prjcdikar siðalögmál kristindómsins, en svo strang- ega að mörgnm prestinum mundi þykja nóg um að > gja honum. Jeg hafði sagt, að kristindómurinn styddi ivergi þær framfaratilraunir, sem þjóðirnar nú sækjast

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.