Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 8
3 20 fjelag t. d. bókmenntafjelag, verzlnnarfjelag o. s. frv, En auðvitað hafa ríkið og kirkjan samt nokkuð saman að sælda fyrir því, sem kemur af því, að verk beggja mætast á svæði siðferðislífsins, er bæði verða að láta sjer annt um. Skilnaðurinn verður fram að fara á þann hátt, að löggjafarvald þjóðarinnar, er nú hefir æðstu ráð bæði í riki og kirkju, skipi með lögum fyrir, að fyrveranda sambandi eða samrugluu hins stjórnarlega og trúarlega sje slitið, Þar sem nú eitt ákveðið kirkjufjelag hefir lengi verið og er enn ríkjandi í landi, getur alls eigi verið að tala um, að láta kirkjuna slyppa og fjelausa ganga frá ríkinu, því slíkt væri að loka augunum fvrir hinu sögu- |ega sambandi, er fljcttað hefir um margar aldir ríki og kirkju saman, Þegar fjárhagur tveggja fjelaga er að- gkilinn, þá er vanalega reynt, að láta hvern hafa sitt, eða að hvor taki það er hann upphaflega átti og lagði í hinn sameiginlega sjóð. Þannig var við fjárhagsaðskiln- að íslands og Danmerkur, íslandi skilað aptur talsverðu af fje sínu; að vísu var það eigi eins mikið og vjer átt- um að rjettu lagi, en þar notuðu Danir sjer það, að þeir höfðu valdið og vóru máttarmeiri en vjer, og þótt þeim færist iitilmannlega í því, þá viðurkenndu þeir samt þá grundvallarregiu sem rjetta, að byggja á hinu undan- gengna. Það er þá fyrst að lúterska kirkjan haldi öllum þeim eignutn sínum, er hún nú hefir, því hún var með samþykki rikisins gerður rjettur erfingi katólsku kirkj- unnar, og svo hafa henni bætzt með gjöfum og samn- ingum allmargar jarðir síðan á siðabótartímanum. Að kirkjan fái aptur klaustragóssin, sem frá henni voru tekin við siðaskiptin, að vísu sumpart með ranglæti ríkisvalds- ins, kemur víst eigi til mála; því eptir kenningu sjálfra siðbótarmanna áttu klaustrin að gjörast að skólum og eignirnar að vera þeim til framfæris; þetta hcfir nú ríkið reyndar ávallt svikizt utn að gjöra, en er nú á leiðinni til að uppfylla skyldu sína í þessu efni, við að veita fje tii alþýðumenntunarinnar. Hvað stólseignunum viðvíkur, þá hefir ríkið í stað þeirra tekið að sjer allan kostnað vjð latínuskóiann og hina æðri embættaskóla, sem og að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.