Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 9
121 launa bískupi. Þar getur þá kirkjan ekkert fengið til baka að rjettu lagi. Jeg hygg að fje það er kirkjan nú hefir í jarðeignutn úr landssjóði og með sóknatekjum sje henni nœgilegt og sómasamlegt, ef ríkið kostar presta- skólann eða guðfræðingadeild við háskóla landsins. Þetta verður sanngjarnast, því það er með öllu óviturlogt að ríkið og kirkjan togi í sinn skækilinn hvort til að hafa sem mest; nálega allir þegnar hins íslenzka lands- ríkis eru í landskirkjunni, og allir játendur hinnar íslenzku landskirkju eru í landsríkinu, svo allur fjárdráttur eins frá öðru hlyti eingöngu að verða til að útarma þjóðina. Eptir skilnaðinn heldur kirkjan að sjálfsögðu áfram að vera ein heild, að minnsta kosti fyrst um sinn, unz ágreiningur í trúarefnum kynni að sundra henni. Mcð öðru móti er engin ástæða til að hún skiptist í deildir, en komi upp smádeildir, hafa þær náttúrlega tilverurjett, enda mun þeim þá gefast svo fje, að þær falli eigi niður, En tilheyrandi lútersku kirkjunni verða þær þá ekki. Eina yfirstjórn verður kirkjufjelagið að hafa, og kosta hana sjálft fyrir tillög meðiima sinna. Skipulagi kirkj- unnar ræður alþingi fyrst í stað meðan verið er að koma skilnaðinum í kring, en eptir að hann er alveg ákominn, eptir svo setn eitt eða tvö ár, ræður kirkjan alveg sjálf fyrirkomulagi sínu. Til þess hefir hún kirkjuþing, er hún sjálf verður að kosta, svo sem fríkirkjur erlendis gjöra. Hin lúterska kirkja í iandinu hefir að líkindum einn sameiginlegan guðfræðingaskóla, og sýnist mjer öll sann- girni mæia með því, að hún njóti góðs af hinutn fyrir- hugaða háskóla, þannig að ríkið leggur til einhverja f'asta upphæð á ári í stað stólseignanna, að vissum hluta. Með þessu ætti kirkjan að geta kostað guðfræðingadeild við háskólann. En kennarana ætti kirkjuþingið að vclja. Að menn vilji hafa ólærða presta og sem ódýrasta nær engri átt, Islenzk alþýða er eigi svo grunnhyggin. hyrir uppgjafaprestum og prestsekkjum á ekkert tið hugsa, því öll eptirlaun ætti fyrir löngu að vera afnumin, en launa tnönnum svo vel meðan þeir vinna, að þeir geti með lagi átt afgang tii elliáranna. Prcstekknasjóðinn

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.