Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 3
Veílí; hafa lesið það í dagblöðum vorum og tímarítum, að það kunni að vera eitthvað rotið við hann; þykir ekki ósennilegt að prestarnir, einkum hinir eldri, sjeu orðnir nokkuð á eptir tímanum; það sje óneitanlega æfa gamalt þetta evangelíum, sem þeir prjedild, og því sje það lífs- spursmál að breyta til, og koma með eitthvað nýtt, 'sem mönnum geðjist að og geti styrkt hið blaktandi trúarlíf. Jeg get ætlað — og það er víst enginn tómur hugar- burður — að flestir prestar, sem nú eru í embættum á ættjörðu vorri, hafi meira og minna orðið varir við þess- ar hugsanir hjá einhverjum sóknarbarna sinna. — Að orsökunum þarf ekki langt að leita. Einmitt á síðustu árum hefir þeim óðum fjölgað, sem opinberlega hafa á- lasað eða gjört gis að kristindóminum, og meðal þessara andmælenda hans teljum vjer ekki svo fáa lærða, gáfaða menn, sem í ljóðum og lesmáli haía náð hjörtum landa sinna. Því veikari og óstaðfastari sem trúin var fyrir, því fremur sem menn svo almennt á síðari tímum hafa vanrækt lestur heilagrar ritningar, og þannig vanrækt að byggja trú sína á eigin rannsókn, því meir sem mönn- um gleymdist að viðhalda persónulegu trúar- og kær- leikssambandi við frelsarann, því efablandnari urðu þess- ir menn, þá er þeim barst þessi nýji boðskapur, sem aldrei hefir fyr verið fluttur á vorri tungu, og rutt hefir sjer til rúms i víðlesnum dagblöðum, skáldsögum og ijóð- mælum. Hinsvegar hafa þeir, sem færasfir voru og bezt voru til þess kjörnir af mönnum kirkju vorrar lítið gjört að þvi, að mótmæla opinberlega hinum nýja boðskap, að undanskildum bræðrum vorum í Vesturheimi. Hverju eigum vjer að svara þessum mönnum, sem vilja láta prjedika eitthvað nýtt? Það var ekki langt komið sögu kristindómsins, þegar þessi sama krafa var gjörð til boðenda Guðs orðs. Já, vjer getum sagt, að hún hafl fylgt kristindómsboðinu frá upphafi. Það var tii safnaðarins í Korintu að postulinn Páll skrifaði viðvíkj- andi kröfu þessari: »Jeq tók fyrir miq að fara ekki með neinn annan lœrdóm meðal yðar en um Krixt og hann krosxfestan«. Og þessi mikli postuli Jesú Krists heíir svarað fyrir oss alla. Hann vildi ekki að trú sinna til-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.