Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 11
43 Mjer sýnist, að prjedikunarstóllinn ekki hafi heppi- legt form; presturinn er of mikið hulinn fyrir tilheyrend- unum, hann þarf að sjást allur frá hvirfli til ilja. Mjer skilst að látbragð og limaburður ræðumannsins hljóti að skerpa áhrif ræðunnar. I staðinn fyrir prjedikunarstól vil jeg hafa rjett- hyrndan pall, upphækkaðan með tveimur þrepum, og ofur-gisnar og vciklegar grindur á pallsbrúninni til þess að afmarka staðinn, og fyrir prestinn að styðja sig við. Á fjórum hornum efra þrepsins standa súlur, sem bera tjald (himin) með opnum bogum á fjóra vegu. Slík tjöld voru brúkuð í fornkristni og hafa siðan verið höfð í ýms- um myndum yfir ölturu og ræðupalla. Eitt slíkt tjald er í dómkirkjunni í Reykjavík, en ekki er það í gotneskum stýl. Hyllu má hafa á hreifanlegum fæti í annari súlunni, sem fram snýr í kirkjuna, til þess að leggja á bók eða blöð. Likan umbúnað og þetta færi vel að hafa við skírn- arfontinn, sem helzt á að vera likur súlufæti. Kirkjur hafa hingað til verið lýstar með kertaljósum, þegar ljós þarf. Kertin bera óskira birtu, og á það ekki illa við eðli rómanska stýlsins; en i þeim stýl eru allar kirkjur byggðar, sem jeg þekki hjer álandi, að svo miklu leyti, sem þær heyra undir nokkurn stýl. En ef breytt er um stýlinn og hinn gotneski er not- aður, þá álít jeg sjálfsagt, að hætta við kertin, en brúka olíulampa-hjálma í þeirra stað; sú lýsing er fegurri og jeg held líka ódýrri með tímanum. Eptir eðli gotneska stýlsins á birtan að vera svo mikil, að hvergi beri skugga á. Með þessu kirkjuformi þurfa helzt að vera 14 krossar á hverri kirkju, einn upp af kúlunni sem spíruþakið endar í, átta á hvassburstum áttstrenda turnsins, fjórir á horn- stöplum ferstrenda turnsins og einn á kórenda kirkjunnar. eru vínkilrjett hvor gegnum aðra, og sá hluti hvelfinganna, sem er innan við samí'örin (þar sem hvelfingarnar snerta, hvor aðra) er tekin burt.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.