Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 15
47 Uð sveininuni, ög minnir það á skóiagöngu Lútefs í klausturskóla Fransiskana í Eisenach. Sendu foreldrar hans hann þangað frá Magdeburg, í von um styrk frá ættingjum þar búsettum, en styrkurinn brást og Lúter varð að sið blásnauðra skólasveina að ganga milli húsa með söng, og lifa af matgjöfum góðra manna. Þá var það að hann kom á heimili frú Ursúlu, sem var gömul og guðhrædd kona og gipt merkum borgara þar í bæ, Cotta að nafni. Hún gekk Lúter í móður stað og brast hann ekki úr þvi, þann 3 ára tíraa sem hann var í Eisenach (1498—1501). Að framanverðu á stöplinum er letrað: »Vor Guð er borg á bjargi traust«. í tilefni af bók Balfours. Spekingurinn Spencer svarar þannig hinu merkilega riti, sem rætt var í siðasta blaði: »Það er sannarlega engin ánægja að kenna sig ó- endanlega litla og þýðiugarlausa loptbólu á hnetti, sem sjálfur er óendanlega lltill og þýðingarlaus i hinum enda- lausa alheimi. Þeim sem sorgirnar berast í hinum misk- unnariausa, eilífa straum tímans er auðvitað engin hugg- un i »trú« agnostikaranna: að vita sig hjálparvana í höndum blindra krapta, sem annað augnablikið eyða sól og næsta augnablikið bakteríu. Mannshugurinn.1 fær enga fróun við það að virða fyrir sjer alheiminn án hugs- anlegs upphafs nje endis, og án skiljanlegrar meiningar. Löngunin að vita, hvað allt þetta þýðir, er jafnsterk í brjósti agnostikarans og hinna, þess vegna getur hann borið hiýjan hug til trúmaunanna. En án þess sjálfur að finna neitt fullnægjandi svar, finnur hann sjer til sárrar hryggðar, að hann þó getur eigi aðhyllzt svar þeirra á gátu tilverunnar«. Gjafir til minningarsjöðs lektors H. H Hallgn'mur biskup Sveinsson 15 kr.; sjera Arnór Árnason, Felli 5 kr.; próf. Jóhann L. Sveinbjarnarson, Hólmum 5 kr.; sjera Jónas Bjarnar-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.