Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.03.1896, Blaðsíða 14
48 Kbl., ef þess verður kostur, flytja mynd af henni tii frekari glöggvunar. Nýr minnisvaroi yfir Lúter. Flestir bæir Þýzkalands, sem eitthvað komaviðsögu Lúters, hafa fyrir löngu fengið minnisvarða yfir hann. Fyrstur í röðinni var, eins og við raátti búast, varðinn í Wittenberg, á torginu fram undan ráðhúsinu. Þjóðkunn- astur og stærstur er varðinn í Worms, sem allar lúterskar þjóðir reistu, og Islendingar gáfu ríflega til af sinni fá- tækt um og fyrir 1860, margfallt meir en við raætti bú- ast til nokkurs sliks fyrirtækis á vorum framfaratíma með »vaknanda lífi«, enda vildi einn skagfirzkur brjef- ritari 1 Þjóðólfl um þær mundir tolla drjúgum samskotin og kaupa fyrir líkneski af Lúter úr silfri »með öflugri gyllingu« og setja upp yfir prjedikunarstólinn i dómkirkj- unni í Reykjavík. Þá er enn merkilegur Lútersvarði í Eisleben, reistur fyrir rúmum 10 árum við 400 ára fæð- ingar minning hans. Varðar eru í ýmsum fleiri bæjum Þýzkalands, en sem minna kveður að. Síðasti varðinn í röðinni var reistur i Eisenach árið sem leið, 4. dag maímánaðar, en þann dag var Lúter komið fyrir í dularklæðum á Wartburg-kastala, stendur sá kastali rjett hjá bænum og blasir við og gnæfir yfir varðann, er litið er á bann að framan. Byrjað var að efna til þessa varða á 400 ára minningunni, en nú fyrst þóttu samskotin nægja, enda er varðinn hinn fegursti, líkan Lúters í aukinni stærð á háum stöpli. Hann held- ur biflíunni á brjósti sjer og lítur augum til himins, og fer saman 1 svipnum einurð og kjarkur, auðmýkt og blíða. Á stallinum eru myndir, sem minna á sögu Lúters um þær slóðir. Hann situr þar í kufli sinum við stórt borð uppi á Wartburg, með stórar bækur fyrir framan sig, og minnir það á biflíuþýðingu hans, er hann hóf þar, Á öðrum stað stendur hann sem 15 ára sveinn, fátæklega til f'ara, en frú Úrsúla leggur hönd sína blessandi i höf-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.