Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 8
60 mjólkursopann með brauðinu, en fullorðna fólkið, sem er óvandfýsnara, etið grautinn. Jeg sneiði hjá því að lýsa húsakynnum, aðbúnaði og útliti, enda yrði það hið sorglega við slika lýsingu, að hún gæti átt við þúsund heimili vors fámcnna lands. — Jeg læt bara fólkið tala nm framkomu hersins á sínu heimili: 1. heimili: Bóndinn er í suðurtúr, konan situr á rútn- inu með ungbarn á brjósti, 5 önnur börn hennar standa við rúmstokkinn, elzti drengurinn á 8 ári er með nýja testamentið fyrir framan sig, og mun það vera eina bókin á heimilinu. Þau hjón hafa ekki komið á samkomur hersins og aldrei neitt til hans geflð. Þrátt fyrir hina miklu ómegð hafa þau enn varizt sveit. Fyrir mánuði siðan komu 2 stúlkur úr hernum þangað inn og buðu hjálp sína við ræsting heimilisins og hirðing barnanna, hafa komið 3 sinnum síðan; eru nú væntanlegar, er mað- urinn er farinn til sjávar, til að vera þar nokkrar dag- stundir í senn, svo að konan eigi heimangengt til að annast eitthvað eða afia einhvers til heimilisins, eða jafn- vel sæta vinnu einhversstaðar, stund og stund. Fyrir skemmstu gáfu stúlkurnar eizta drengnum buxur og treyju úr haldgóðu efni. Konan blessar herinn og nefnir mjer nágranna-heimili, þar sem hann hefir gjört gott. 2. heimili: Sextug ekkja hefir legið þar missiris- langt í þungbærum sjúkdómi. Bæði konur og karlar hersins hafa komið þar nokkrum sinnum og beðið fyrir henni og með henni. Konan er sjáanlega mikill krossberi, en það bráir af henni við að minnast þessara góðu gesta: »Þeir komu og glöddu mig«, segir hún, »það eru sannar- lega vandaðir menn til orðs og æðis«. Herinn hefir boðið þjónustu sina við að búa um sjúklinginn og hagræða honum, en sem eigi gjörist þörf þar, af því að kvenn- maður á heimilinu er gefinn út til þess. Sá kvennmaður fylgir mjer til dyra og segir mjer, að herinn hafi bugað einhverju dálitlu að gömu konunni í peningum. 3. heimili: Öldruð hjón, þó enn þá heima 2 börn

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.