Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Blaðsíða 9
57 fyrir innan fermingu. Konan hefir verið rúmföst að kalla yflr ár og opt þungt haldin. Bóndinn heflr aldrei komið á hersamkomu, og enginn frá hans heimili. Fyrir 2—3 vikum síðan komu stúlkur úr hernum á heimilið og spurðu um það, hvað konuna sjerstaklega vanhagaði. »Okkur fannst nú báðura«, sagði bóndinn, »að við ekkert raega þiggja af svona fólkú (nefnilega jafn-fátæku og hjónin sjálf eru), en gestirnir leituðu á, »og þá sagði jeg loksins við konuna mína: »Ef Guð lofar þjerúrrúminu með vor- inu, þá áttu enga skyrtu til skiptanna«. Hálfri viku síðar var skyrtan korain. í annan stað spurðu þær mikið um viðurværi sjúklingsins og varð þá bóndinn að segja frá þvi, að konan hefði ekki sraakkað mjólk frá því um vet- urnætur. Næst sem þær komu færðu þær konunni ávísun upp á mjólk, og alls heflr herinn geflð heitnilinu fyrir mjólk 2 kr. 50 a. 4. hehnili: Bóndinn er á sjó, konan með barn á brjósti, 5 eru börnin innan fermingar. Þau hjón hafa alls ekki sóti samkomur hersins. Konan er ný-staðin upp úr þungri legu. Vinnukona þar á næsta bæ, sem er í hernum, segir frá ástandi heimilisins, og komu þá til kon- unnar í legunni liknarkonur hersins, sópuðu og ræstu, þvoðu börnunum o. sv. frv. I annan stað færðu þær heimilinu eigi svo litia björg í tvö skipti, brauð og grjón og smjör. Svo gáfu þær og línlak, koddaver og nátt- treyju. Lakið sýnir sig skínandi hvítt á rúminu. Konan ber svo ört á að segja frá velgjörðunum, að jeg hefi ekki undan að skrifa. Hún talar af töluverðu þjósti um óvini hersins: »Mættu allir þakka fyrir, að hafa sömu hugsun sem þeir«. 5. heimili: Af tilviljun vissi jeg fyrir, að þar væri vinafólk hersins. Þetta heimili var ekki jafn-sárfátækt hinum. Jeg fann bónda að máli, roskinn mann, hatði lfkan formála sem annarstaðar, allrækilegan, en bóndinn varðist allra frjetta. Jeg ætlaði að fara að kveðja, þegar konan kom inn um dyrnar, hún hafði haft veður af samtalinu og beindi strax þeirri spurningu að mjer, hvort

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.