Kirkjublaðið - 01.09.1896, Side 1

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Side 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. VI. RVÍK, SEPT., 1896. 10. Kveldsálmur. Eptir Kingo. Hvíldarstund er hjer í vændum, hnigin er í djúpið sól. Enn vjer, Guð, þig rjettri rændum rentu’ af þínum höfuðstól. Líf og heilsu, lán og kæti lagðir þú við sjóð vorn hjer. Illsku, vantraust, óþakklæti enn í rentu guldum vjer. Beygjum knje og beygjum hjarta, biðjum vægðar skuidum á. Lítum upp til ljóssins bjarta, likn og vægð er þar að fá. Litum upp í aptanroða, á hann minnir Jesú blóð; það mun dag oss betri boða, borgun það er skulda góð. Samvizkunnar góða gleði göngum nú til sængur með. Hatur, stríð og hryggð í geði hrekjum nú sem lengst írá beð.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.