Kirkjublaðið - 01.09.1896, Page 6

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Page 6
150 þessi framkoma þeirri spretti, að minnsta kosti stundum, af þekkingarskorti, sumpart á þeim guðlegu frseðum, sem þeir fordæma, sumpart á sögulegri rás viðburðanna, en hins vegar, og ef til vill ekki hvað sízt, af allt of sterJcri trú á orð ýmsra útlendra rithöfunda, sem þeir, þótt und- arlegt sje, trúa miklu betur en Kristi sjálfum og postul- um hans. Þessir útlendu rithöfundar eru sumir mjög lærðir og merkir menn, en flestar af hugsmíðum þeirra standa venjulega ekki jafnmörg ár og kristindómurinn er búinn að standa í margar aldir. Það er óefað, að þessir menn, sem vilja afkristna landið, þekkja meira eða minna heilaga ritningu, en að líkindum ekki nógu vei; og ef þeir vildu hafa fyrir því að lesa hana vel ofan í kjölinn, með einlægri löngun eptir að finna sannleikann, gæti svo farið, að þeir kæmust að annari niðurstöðu. Hvað sögu landsins snertir, þá er mönnum nokkur vor- kunn, þar sem hún hefir aldrei til þessa verið skrifuð nema í örstuttu ágripi, og því eðlilega ekki getað sýnt til nokkurrar hlítar, hvernig gengið hefir til með kristnina i landinu á hinum ýmsu öldum. Það hefir lengi legið hjer i landi sú trú, að kirkjan, einkum hin katólska kirkja, hafi beitt stórkostlegri kúgun og ásælni við þjóðina og haldið henni svo að segja í járngreipum. Það er óneit- anlegt, að margir af kirkjumönnum vorum hafa margar og miklar syndir á baki sínu. En að öllu samtöldu hefir kirkjan hjer á landi, og einnig hin katólska kirkja, stór- mikið unnið að því, að afstýra illdeilum, milda háttsemi manna, bæta siðferðið og vernda alþýðuna gegn ofstopa hinna veraldlegu, höfðingja fyr á tímum. Og að því er menntun og uppfræðingu snertir, þá hafa klerkar átt langmestan þátt i henni að fornu og nýju. Það er auð- vitað, að i svo fjölmennri stjett, sem hin islenzka klerka- stjett hefir verið, hefir verið »misjafn sauður í mörgu fje«. En margir ágætismenn hafa líkaverið meðal henn- ar. Og höfuðsmenn kirkjunnar, biskuparnir, að minnsta kosti hinir innlendu, hafa bæði í katólskum og lúterskum sið flestir verið framúrskarandi menn að viti og mörgum mann- kostum. Hinir erlendu katólsku biskupar voru að vísu ærið misjafnir, en hvergi nærri hafa þeir verið slikir niðingar

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.