Kirkjublaðið - 01.09.1896, Page 12

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Page 12
156 fyrst voru rúm 13 pund sterling, sem umvenda skyldi nú veröldinni með. En samt sem áður birtist bjer nú »engillinn með hið eilífa góðspjall« sem nefndur er í Op- inberunarbók Jóhannesar postula. Og Englendingar segjaað þeir eigi þessum frumherjum og þeirra 13 pundum meira að þakka viðhald ríkis sins á Indlandi, en allri her- kænsku þeirra Clives og Warren Hastings, því þarna byrjaði hið mikla verk að kenna hinum 200 miljónum Hindúa kristni. Það verk sem grafið hefir grundvöllinn undan hinni megnu hjátrú landsmanna. I fyrstu var enska stjórnin móthverf því að kristni væri boðuð á Indlandi, því að þjónar indverska verzlun- arfjelagsins skelfdu hana með því að útbreiðsla kristn- innar þar í landi yrði hættuleg valdi þeirra. En núfull- yrðir jarlinn á Indlandi og allir hans embættismenn ein- um munni að kristindómurinn sje hinn vissasti vörður fyrir ríki Breta. Það nægir að nefna það sem Bartle Erere sagði: »Kristniboðið hefir komið til leiðar undra- verðri breytingu á siðferði, fjelagslífi og stjórnarfari. Þessi breyting hefir verið svo víðtæk og fljót, að enginn hlutur i Norðurálfu líkist henni nú á dögum«. Arið 1799 var kristniboðsfjelag ensku hákirkjunnar stofnað og er það nú víst mesta kristniboðsfjelag heims- ins, en litlar voru framkvæmdir þess framan af, enda voru biskuparnir seinir til að ganga í það og svo var á- huginn lítill í ensku kirkjunni, að engvir fengust til að verða kristniboðendur. Loks sáu forstöðumennirnir sig neydda til að fá menn úr hinni lúterksu kirkju á Þýzka- landi til að takast trúboðið á hendur, unz áhuginn á málinu gæti vaknað hjá ensku þjóðinni. Af þeim 27 mönnum er fyrst voru sendir út, voru 20 Þjóðverjar, og allir prestvígðu mennirnir í hópnum voru lúterskir. Það var fyrst 1815 að 2 enskir prestar urðu kristniboðendur. 1825 hafði fjelagið sent út 96 trúboða, af þeim voru 32 enskir prestar, en 28 þýzkir prestar, lærðir á kristni- boðsskólum Lúteringa á Þýzkalandi; 36 voru leikmenn. Þá stofnaði fjelagið kristniboðsskóla sinn í Islington og frá honum hafa gengið út yfir 500 kristniboðar, en þar að auki hefir fjelagið sent meira en 1200 karlmenn

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.